Selur syndir upp í Svarfaðardalsá Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2017 17:27 Selurinn lá rólegur á sandeyri í Svarfaðardalsá á móts við eyðibýlið Gröf. Mynd/Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson. Óvenjuleg sjón mætti hestamönnum í útreiðartúr meðfram bökkum Svarfaðardalsár á dögunum. Á sandeyri í ánni á móts við jörðina Gröf lá selur í makindum sínum. Hann hafði þá synt um tíu kílómetra upp með ánni frá ós hennar sunnan við Dalvík. Að sögn viðmælanda fréttastofu lá selurinn drjúga stund á sandeyrinni, en þegar hestamennirnir komu nær stakk hann sér til sunds í ánni. Hann var þá kominn inn fyrir kirkjustaðina Tjörn og Velli. Kvaðst viðmælandinn ekki hafa heyrt um að selur hafi synt svo langt upp í ána.Selurinn á sandeyrinni í Svarfaðardalsá.Mynd/Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson.Það er væntanlega silungurinn í ánni sem freistar selsins en Svarfaðardalsá þykir góð bleikjuveiðiá. Einnig veiðist urriði í ánni og nokkrir laxar nást einnig á land á sumrin. Selir eru því ekki vel séðir af veiðimönnum né veiðiréttareigendum, eins og dagbókarfærsla veiðimanns í rafræna veiðibók Svarfaðardalsár fyrir þremur árum ber með sér, skráð 7. september 2014: „Selur skotinn neðan við Sökku. Sem veiðimanni finnst mér ekki að eiga sér stað að það sé selur upp um alla á. Er óánægður með þetta að það sé ekki fylgst með þessu.“ Þessi selur virðist hafa verið skotinn innan Friðlands Svarfdæla, sem nær um dalbotninn frá sjó og að merkjum Tjarnar og Grundar. Skotveiði er bönnuð innan friðlandsins.Selurinn á sundi í Svarfaðardalsá um síðustu helgi.Mynd/Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson.Mörg dæmi eru um að selir syndi upp með veiðiám langt inn í land. Örnefnið Selfoss í Ölfusá vísar raunar til þess. Þannig sást selur í Soginu fyrir landi Bíldsfells í byrjun september og var þá kominn upp fyrir bæði Þrastarlund og Álftavatn. Laxveiðimenn voru ekki á því að gefa þeim sel grið, eins og álykta má af frásögn Morgunblaðsins: „Var þetta tilkynnt strax en hann var á bak og burt þegar selaskyttan mætti á svæðið.“ Í sömu frétt kvartar laxveiðimaður undan því að selur sé ekki lengur skotinn í ósi Ölfusár „..þar sem það fer víst fyrir brjóstið á blessuðum túristunum sem flykkist þangað til að dáðst að honum“. Hér má sjá myndband af selnum í Svarfaðardalsá sem Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson tók um síðustu helgi: Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Innlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Sjá meira
Óvenjuleg sjón mætti hestamönnum í útreiðartúr meðfram bökkum Svarfaðardalsár á dögunum. Á sandeyri í ánni á móts við jörðina Gröf lá selur í makindum sínum. Hann hafði þá synt um tíu kílómetra upp með ánni frá ós hennar sunnan við Dalvík. Að sögn viðmælanda fréttastofu lá selurinn drjúga stund á sandeyrinni, en þegar hestamennirnir komu nær stakk hann sér til sunds í ánni. Hann var þá kominn inn fyrir kirkjustaðina Tjörn og Velli. Kvaðst viðmælandinn ekki hafa heyrt um að selur hafi synt svo langt upp í ána.Selurinn á sandeyrinni í Svarfaðardalsá.Mynd/Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson.Það er væntanlega silungurinn í ánni sem freistar selsins en Svarfaðardalsá þykir góð bleikjuveiðiá. Einnig veiðist urriði í ánni og nokkrir laxar nást einnig á land á sumrin. Selir eru því ekki vel séðir af veiðimönnum né veiðiréttareigendum, eins og dagbókarfærsla veiðimanns í rafræna veiðibók Svarfaðardalsár fyrir þremur árum ber með sér, skráð 7. september 2014: „Selur skotinn neðan við Sökku. Sem veiðimanni finnst mér ekki að eiga sér stað að það sé selur upp um alla á. Er óánægður með þetta að það sé ekki fylgst með þessu.“ Þessi selur virðist hafa verið skotinn innan Friðlands Svarfdæla, sem nær um dalbotninn frá sjó og að merkjum Tjarnar og Grundar. Skotveiði er bönnuð innan friðlandsins.Selurinn á sundi í Svarfaðardalsá um síðustu helgi.Mynd/Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson.Mörg dæmi eru um að selir syndi upp með veiðiám langt inn í land. Örnefnið Selfoss í Ölfusá vísar raunar til þess. Þannig sást selur í Soginu fyrir landi Bíldsfells í byrjun september og var þá kominn upp fyrir bæði Þrastarlund og Álftavatn. Laxveiðimenn voru ekki á því að gefa þeim sel grið, eins og álykta má af frásögn Morgunblaðsins: „Var þetta tilkynnt strax en hann var á bak og burt þegar selaskyttan mætti á svæðið.“ Í sömu frétt kvartar laxveiðimaður undan því að selur sé ekki lengur skotinn í ósi Ölfusár „..þar sem það fer víst fyrir brjóstið á blessuðum túristunum sem flykkist þangað til að dáðst að honum“. Hér má sjá myndband af selnum í Svarfaðardalsá sem Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson tók um síðustu helgi:
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Innlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Sjá meira