Innlent

Samstöðufundur á Austurvelli: „Hér munum við ekki trompast“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Fundarmenn telja að meðferð á málum flóttafólks sem sækir um vernd hér á landi sé enn verulega ábótavant, og vildu með samstöðunni minna þingheim á að gera þyrfti betur.
Fundarmenn telja að meðferð á málum flóttafólks sem sækir um vernd hér á landi sé enn verulega ábótavant, og vildu með samstöðunni minna þingheim á að gera þyrfti betur. vísir/vilhelm
Samtökin No Borders Iceland stóðu í dag fyrir samstöðufundi á Austurvelli í Reykjavík til þess að fagna nýlegri komu 47 sýrlenskra flóttamanna hingað til lands og til að sýna fólki á flótta að það sé velkomið hér á landi.

Fundarmenn telja að meðferð á málum flóttafólks sem sækir um vernd hér á landi sé enn verulega ábótavant, og vildu með samstöðunni minna þingheim á að gera þyrfti betur.

„Síðustu daga höfum við setið í áfalli yfir fréttum af framkomu Trump við flóttafólk og aðra innflytjendur vestan hafs. Það vekur óhug í brjósti að verða vitni að slíkri mismunun á grundvelli þjóðernis og trúar. Við viljum nýta tækifærið til að sýna samstöðu með flóttafólki og minna á að flóttafólk og innflytjendur eru velkomnir hér - að hér munum við ekki trompast!,“ segir á Facebook-síðu samtakanna.



vísir/jói k.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×