Innlent

Könnun MMR: Vinstri græn stærri en Sjálf­stæðis­flokkurinn

atli ísleifsson skrifar
Úr þingsal.
Úr þingsal. vísir/ernir
Vinstri græn mælast stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Fylgi VG mældist 27,0 prósent, en Sjálfstæðisflokkurinn kemur næst á eftir með 23,8 prósent fylgi.

VG mældist með 22 prósent í síðustu könnun, en Sjálfstæðisflokkur með 24,6 prósent.

Í tilkynningu frá MMR kemur fram að fylgi Pírata standi í stað milli mælinga og mælist 13,6 prósent.

„Stuðningur við ríkisstjórnina lækkaði milli kannana en 32,6% kváðust styðja ríkisstjórnina. Það er 2,6 prósentustiga minnkun frá því í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 9,7% og mældist 12,5% í síðustu könnun.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 7,8% og mældist 7,0% í síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar mældist nú 5,6% og mældist 6,8% í síðustu könnun. Fylgi Bjartrar framtíðar mædist nú 5,3% og mældist 7,0% í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist 7,1% samanlagt,“ segir í fréttinni.

Könnunin var framkvæmd 1. til 5. febrúar þar sem svarfjöldinn var 983 einstaklingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×