Guðni við BBC: Neville og Lampard henta vel til stjórnunarstarfa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2017 08:00 Guðni Bergsson er sjálfur fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu. Vísir/Eyþór Guðni Bergsson segir í samtali við BBC World Service að þeir Gary Neville og Frank Lampard væru vel til þess fallnir að gegna stjórnunarstöðum innan knattspyrnunnar. Guðni var í viðtali við breska ríkisútvarpið í tilefni af formannskjöri KSÍ sem fer fram á laugardag. Guðni hefur talað fyrir því að ráða til KSÍ sérstakan yfirmann knattspyrnumála sem myndi hafa yfirumsjón með öllu landsliðsstarfi sambandsins. Starf knattspyrnusambandsins í Englandi er nú til skoðunar í breska þinginu en yfirvöld í Bretlandi hafa hótað því að skera niður framlög til þess nema að sambandið geri breytingar á starfi sambandsins sem yfirvöld telja nauðsynlegar. Guðni telur að menn eins og Neville og Lampard, sem lagði skóna nýverið á hilluna, myndu styrkja ímynd og ákvarðanatöku í knattspyrnheiminum. Sjálfur lék Guðni lengi á Englandi, fyrst með Tottenham og svo Bolton við góðan orðstír. „Það er mikiklvægt að hafa skýra sýn á fótboltann og hvað það er sem skiptir raunverulegu máli, hvort sem það snýr að þjálfun, stjórnun eða aðbúnaði.“ „Þú þarft að vita hvernig knattspyrnufélög starfa og hvernig lið ná árangri. Það eru fyrst og fremst knattspyrnumennirnir, sem hafa æft síðan þeir voru sjö ára og leikið sem atvinnumenn, sem búa yfir slíkri reynslu.“ Guðni bendir á Bayern München sem fyrirmynd í þessum efnum en forsetinn Uli Höness og framkvæmdastjórinn Karl-Heinz Rummenigge eru báðir fyrrum leikmenn liðsins og landsliðsmenn. Guðni segir um framboð sitt að hann myndi halda áfram með það starf sem unnið hefur verið innan KSÍ. „Ég vil halda áfram með þá góða vinnu sem hefur verið unnin innan íslensks fótbolta undanfarin ár. Það var frábært að vinna England á EM síðasta sumar og ná svona langt í keppninni. Kvennalandsliðið er svo á leið á EM næsta sumar. Við viljum ná viðlíka árangri áfram,“ sagði Guðni. Fótbolti Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Enski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláklæddir vilja í Meistaradeild Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Í beinni: Tottenham - Southampton | Enda ófarirnar gegn botliðinu? Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar Sjá meira
Guðni Bergsson segir í samtali við BBC World Service að þeir Gary Neville og Frank Lampard væru vel til þess fallnir að gegna stjórnunarstöðum innan knattspyrnunnar. Guðni var í viðtali við breska ríkisútvarpið í tilefni af formannskjöri KSÍ sem fer fram á laugardag. Guðni hefur talað fyrir því að ráða til KSÍ sérstakan yfirmann knattspyrnumála sem myndi hafa yfirumsjón með öllu landsliðsstarfi sambandsins. Starf knattspyrnusambandsins í Englandi er nú til skoðunar í breska þinginu en yfirvöld í Bretlandi hafa hótað því að skera niður framlög til þess nema að sambandið geri breytingar á starfi sambandsins sem yfirvöld telja nauðsynlegar. Guðni telur að menn eins og Neville og Lampard, sem lagði skóna nýverið á hilluna, myndu styrkja ímynd og ákvarðanatöku í knattspyrnheiminum. Sjálfur lék Guðni lengi á Englandi, fyrst með Tottenham og svo Bolton við góðan orðstír. „Það er mikiklvægt að hafa skýra sýn á fótboltann og hvað það er sem skiptir raunverulegu máli, hvort sem það snýr að þjálfun, stjórnun eða aðbúnaði.“ „Þú þarft að vita hvernig knattspyrnufélög starfa og hvernig lið ná árangri. Það eru fyrst og fremst knattspyrnumennirnir, sem hafa æft síðan þeir voru sjö ára og leikið sem atvinnumenn, sem búa yfir slíkri reynslu.“ Guðni bendir á Bayern München sem fyrirmynd í þessum efnum en forsetinn Uli Höness og framkvæmdastjórinn Karl-Heinz Rummenigge eru báðir fyrrum leikmenn liðsins og landsliðsmenn. Guðni segir um framboð sitt að hann myndi halda áfram með það starf sem unnið hefur verið innan KSÍ. „Ég vil halda áfram með þá góða vinnu sem hefur verið unnin innan íslensks fótbolta undanfarin ár. Það var frábært að vinna England á EM síðasta sumar og ná svona langt í keppninni. Kvennalandsliðið er svo á leið á EM næsta sumar. Við viljum ná viðlíka árangri áfram,“ sagði Guðni.
Fótbolti Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Enski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláklæddir vilja í Meistaradeild Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Í beinni: Tottenham - Southampton | Enda ófarirnar gegn botliðinu? Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar Sjá meira