Fjárfestingafélagið Investor ehf. hefur keypt Kornið - handverksbakarí. Kaupsamningur var undirritaður í upphafi ársins en Investor tekur yfir allan rekstur bakarísins, vörumerki og útsölustaði.
Investor tók við rekstrinum um síðustu mánaðarmót eftir að áreiðanleikakönnun hafði farið fram. Í tilkynningu frá nýjum eigendum segir að markmið þeirra sé að leggja áherslu á uppbyggingu fyrirtækisins með gæði og þjónustu að sjónarmiði.
Helga Kristín Jóhannsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hún er með B.S. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.S. gráðu frá IE Business School í Madrid. Helga Kristín hefur undanfarin ár starfað sem sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf hjá PwC og áður m.a. sem vörustjóri SensorX hjá Marel og sérfræðingur á gæðasviði hjá Nóa Síríus.
Kornið - handverksbakarí var stofnað árið 1981. Baksturinn fer að mestu fram í Kópavogi. Fyrirtækið rekur tólf bakarí á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum undir merkjunum Kornið, Fjarðarbakarí, Árbæjarbakarí og Köku Kompaníið. Hjá fyrirtækinu starfa alls um 90 starfsmenn.
Investor ehf. kaupir Kornið
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar

Mest lesið


Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu
Viðskipti innlent

Afkoma ársins undir væntingum
Viðskipti innlent

Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar
Viðskipti innlent

Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð
Viðskipti innlent


Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða
Viðskipti innlent

Loðnuvertíð eftir allt saman
Viðskipti innlent

Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar
Viðskipti innlent

Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar
Viðskipti innlent