Erlent

Segist ekki hafa verið á vegum ISIS

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Maðurinn sem réðst með sveðju á hermenn við Louvre safnið í París segist ekki hafa verið á vegum íslamska ríkisins, en segist þó aðhyllast trú þeirra.
Maðurinn sem réðst með sveðju á hermenn við Louvre safnið í París segist ekki hafa verið á vegum íslamska ríkisins, en segist þó aðhyllast trú þeirra. vísir/epa
Maðurinn sem réðst með sveðju á hermenn við Louvre-safnið í París í Frakklandi á föstudag segist ekki hafa verið á vegum vígasveita íslamska ríkisins, ISIS. Þá segist hann ekki hafa ætlað sér að skaða neinn.

Franska lögreglan nafngreindi manninn í dag, en hann heitir El-Hamahmy og er 29 ára. Samkvæmt heimildum AFP segist maðurinn hafa verið einn að verki, og ekki á vegum ISIS. Hann aðhyllist þó trúarhætti þeirra. Þá hafi maðurinn sagt við lögreglu að hann hafi ekki ætlað að skaða neinn, heldur hafi hann ætlað að fremja táknræna árás gegn Frakklandi með því að vinna skemmdarverk á listaverkunum í Louvre, en í bakpoka hans fundust nokkrir úðabrúsar.

El-Hamahmy lét til skarar skríða í stigagangi við innganginn að Louvre-safninu. Hópur hermanna var þar á ferli en honum tókst að særa einn hermann áður en hann var skotinn fimm skotum. El-Hamahmy liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Forseti og forsætisráðherra Frakklands hafa báðir lýst því yfir að enginn vafi sé á öðru en að maðurinn hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×