Innlent

Þakið fauk af garðskála Garðyrkjuskólans: „Við látum smá rok ekki stoppa okkur“

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Björgunarsveitarmenn og slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinntu fjölda útkalla í dag þegar ofsaveður gekk yfir landið vestanvert.

Í Hveragerði voru björgunarsveitarmenn kallaðir út þegar þakplötur rifnuðu af húsnæði Garðyrkjuskólans.

„Við erum að horfa upp á það að garðskálaþakið okkar er að fjúka,“ sagði Guðríður Helgadóttir, staðahaldari á Reykjum, í samtali við Stöð 2 fyrr í dag. „En kennslan heldur áfram, við látum ekki smá rok stoppa okkur.

Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×