Erlent

Sex starfsmenn Rauða krossins skotnir til bana í Afganistan

atli ísleifsson skrifar
Árásin átti sér stað í Qush Tepa svæðinu í Jowzjan-héraði. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Árásin átti sér stað í Qush Tepa svæðinu í Jowzjan-héraði. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Sex starfsmenn Rauða krossins í Afganistan hafa verið skotnir til bana og tveggja er saknað í norðurhluta landsins.

Frá þessu greinir BBC, en þar segir að talið sé að liðsmenn ISIS beri ábyrgð á ódæðinu.

„Hinir látnu eru afganskir ríkisborgarar,“ segir í Thomas Glass, talsmaður Rauða krossins í Kabúl í samtali við Aftonbladet.

Árásin átti sér stað í Qush Tepa svæðinu í Jowzjan-héraði, en óttast er að hjálparstarfsmönnunum sem er saknað hafi verið rænt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×