Erlent

Þvertaka fyrir fjöldaaftökur í „Sláturhúsinu“

Samúel Karl Ólason skrifar
Loftmynd af Saydnaya fangelsinu.
Loftmynd af Saydnaya fangelsinu. Vísir/AFP
Dómsmálaráðuneyti Sýrlands segir ásakanir Amnesty International um fjöldaaftökur í fangelsi sem gengur undir nafinu „Sláturhúsið“ séu alfarið ósannar og hluti af rýringarherferð gegn ríkisstjórn Bashar al-Assad. Amnesty birti í gær skýrslu þar sem segir að allt að þrettán þúsund fangar hafi verið hengdir á undanförnum árum.

Skýrslan byggði á um ársvinnu rannsakenda sem ræddu við 31 fyrrverandi fanga í Saydnaya fangelsinsu og rúmlega 50 fyrrverandi verði, embættismenn, dómara og sérfræðinga.

Sjá einnig: Segja þúsundir hafa verið tekna af lífi í „sláturhúsinu“

Ráðuneytið segir fjölmiðla sem fluttu fréttir um skýrsluna hafa þann tilgang að koma óorði á stjórnvöldum Sýrlands. Þar að auki hafi allar aftökur í Sýrlandi fylgt hefðbundnu dómsferli sem byggi á lögum landsins. Þá dregur ráðuneytið frásagnir fólks sem sagt er hafa sloppið frá fangelsinu og spyr af hverju þessu fólki hafi verið sleppt.

„Dómsmálaráðuneytið neitar og fordæmir þessar fregnir og þær eru ekki byggðar á sönnunargögnum, heldur á tilfinningum og er ætlað að ná fram pólitískum markmiðum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×