Innlent

Vilja skoða kosti innanlandsflugs í Keflavík

Samúel Karl Ólason skrifar
Þá setur bæjarstjórnin út á að Rögnunefndin svokallaða hafi „einhverra hluta vegna“ útilokað Keflavíkurflugvöll sem möguleika fyrir innanlandsflug.
Þá setur bæjarstjórnin út á að Rögnunefndin svokallaða hafi „einhverra hluta vegna“ útilokað Keflavíkurflugvöll sem möguleika fyrir innanlandsflug.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar vilja að kostir þess að flytja innanlandsflugið til Keflavíkurflugvallar verði skoðaðir. Þá lýsir stjórnin yfir furðu sinni á því að það hafi ekki þegar verið gert. Vinna sé þegar hafin við að skoða kosti þess að flytja innanlandsflugið í Hvassahraun, sem sé í einungis 20 mínútna fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli.

„Það er ljóst að verði af slíkri framkvæmd mun hún kosta tugi milljarða. Það getur varla talist réttlætanlegt þegar hægt væri að koma upp aðstöðu fyrir innanlandsflug fyrir brot af þessum kostnaði,“ segir í ályktun frá bæjarstjórninni sem lögð var fram í gær.

Þá setur bæjarstjórnin út á að Rögnunefndin svokallaða hafi „einhverra hluta vegna“ útilokað Keflavíkurflugvöll sem möguleika fyrir innanlandsflug. Það geti varla „talist eðlilegt“ þegar um svo mikla fjármuni sé að ræða.

„Kostir þess að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur eru hins vegar augljósir út frá fjárhagslegum sjónarmiðum. Á það hefur verið bent að dreifa þurfi ferðamönnum um landið vegna átroðnings á ákveðnum stöðum. Með tengingu innanlandsflugs og millilandaflugs verður slíkt mögulegt í auknum mæli.

Á Suðurnesjum er til staðar sjúkrahús sem gæti sinnt ákveðnum hluta sjúkraflugs með litlum breytingum og því ætti öryggisatriðum að vera fullnægt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×