Stál í stál í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2017 06:00 Fyrirliðar liðanna fjögurra í undanúrslitum Maltbikars kvenna í körfubolta með nýja bikarinn sem verður keppt í fyrsta sinn um í ár. Talið frá vinstri: Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfelli, Erna Hákonardóttir, Keflavík, Nashika Wiliams, Haukum, og Guðrún Ósk Ámundadóttir, Skallagrími. Fréttablaðið/Eyþór Bikarúrslitavika KKÍ hefst í kvöld með undanúrslitaleikjum Maltbikars kvenna en þetta verður í fyrsta sinn sem undanúrslitaleikirnir fara fram í Laugardalshöllinni. Það geta líka orðið söguleg úrslit í kvöld því topplið Domino’s-deildar kvenna, Skallagrímur, fær þá tækifæri til að komast í bikarúrslitaleikinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Það er allt aðra sögu að segja af liðunum í fyrri leiknum þar sem Keflavíkurkonur geta bætt við metið sitt og komist í sinn 22. úrslitaleik en að sama skapi geta Haukakonur orðið fjórða félagið til að spila tíu úrslitaleiki hjá konunum. Leikur Keflavíkur og Hauka hefst klukkan 17.00. Skallagrímur þarf að slá út Íslands- og bikarmeistara Snæfells til að komast í sinn fyrsta bikarúrslitaleik. Snæfellsliðið hefur spilað þrjá bikarúrslitaleiki á síðustu fimm árum en vann bikarinn í fyrsta skiptið í fyrra. Leikur Skallagríms og Snæfells hefst klukkan 17.00.Keflavík verður skrefinu á undan Fréttablaðið fékk Pétur Má Sigurðsson, þjálfara Stjörnunnar, til að spá um leiki kvöldsins. Keflavíkurliðið hefur unnið alla leikina við Hauka í vetur en þann síðasta bara með þremur stigum. „Ég held að þetta verði hörkuleikur. Bæði lið eru með unga og spræka leikmenn og það er mikil framför í leik Haukanna. Keflavík er hins vegar búið að eiga betra tímabil og er með góða leikmenn,“ segir Pétur. „Ég held að Keflvíkingarnir verði alltaf skrefinu á undan og ef Keflavíkurstelpurnar ná að hleypa leiknum upp í hraðan leik þá sigla þær yfir Haukastelpurnar. Ef Haukastelpurnar ná að stjórna hraðanum þá gæti þetta orðið hörkuleikur. Ég spái því samt að Keflavík vinni þetta með sjö til tíu stigum,“ segir Pétur. Skallagrímur hefur unnið Snæfell bæði í Borgarnesi og í Stykkishólmi í vetur. Pétur Már sér fram á æsispennandi baráttuleik.Ekki slagsmál en rosaleg barátta „Þetta verður rosalegur leikur. Snæfell vill spila hratt en bæði lið eru mjög agressív og þetta verður ekki beint slagsmálaleikur en rosaleg barátta. Snæfellsstelpurnar spila rosalega öfluga vörn á hálfum velli og treysta á hraðaupphlaupin en aftur á móti eru Skallagrímsstelpurnar mjög öflugar í fráköstum og stórar og sterkar,“ segir Pétur. „Þetta verður stál í stál. Skallagrímsliðið er búið að spila stöðugan agressívan bolta í allan vetur þó að þær séu oft ekki að spila vel í sókninni. Þær frákasta svo vel að það er erfitt að spila á móti þeim,“ segir Pétur og bætir við: „Snæfellsstelpurnar voru í smá lægð en við vorum að spila á móti þeim um daginn og þá var allt annað að spila móti þeim en tveimur vikum áður í bikarnum. Þá var allt annað að sjá þær og rétta Snæfellsliðið mætt til leiks,“ segir Pétur. „Þetta verða fimm stig hér, fimm stig þar en ég held samt að Snæfellingarnir taki þetta í restina með fullri virðingu fyrir mínu gamla félagi. Snæfellsstelpurnar kunna vel við sig þegar verið er að spila um eitthvað stórt,“ segir Pétur að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Bikarúrslitavika KKÍ hefst í kvöld með undanúrslitaleikjum Maltbikars kvenna en þetta verður í fyrsta sinn sem undanúrslitaleikirnir fara fram í Laugardalshöllinni. Það geta líka orðið söguleg úrslit í kvöld því topplið Domino’s-deildar kvenna, Skallagrímur, fær þá tækifæri til að komast í bikarúrslitaleikinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Það er allt aðra sögu að segja af liðunum í fyrri leiknum þar sem Keflavíkurkonur geta bætt við metið sitt og komist í sinn 22. úrslitaleik en að sama skapi geta Haukakonur orðið fjórða félagið til að spila tíu úrslitaleiki hjá konunum. Leikur Keflavíkur og Hauka hefst klukkan 17.00. Skallagrímur þarf að slá út Íslands- og bikarmeistara Snæfells til að komast í sinn fyrsta bikarúrslitaleik. Snæfellsliðið hefur spilað þrjá bikarúrslitaleiki á síðustu fimm árum en vann bikarinn í fyrsta skiptið í fyrra. Leikur Skallagríms og Snæfells hefst klukkan 17.00.Keflavík verður skrefinu á undan Fréttablaðið fékk Pétur Má Sigurðsson, þjálfara Stjörnunnar, til að spá um leiki kvöldsins. Keflavíkurliðið hefur unnið alla leikina við Hauka í vetur en þann síðasta bara með þremur stigum. „Ég held að þetta verði hörkuleikur. Bæði lið eru með unga og spræka leikmenn og það er mikil framför í leik Haukanna. Keflavík er hins vegar búið að eiga betra tímabil og er með góða leikmenn,“ segir Pétur. „Ég held að Keflvíkingarnir verði alltaf skrefinu á undan og ef Keflavíkurstelpurnar ná að hleypa leiknum upp í hraðan leik þá sigla þær yfir Haukastelpurnar. Ef Haukastelpurnar ná að stjórna hraðanum þá gæti þetta orðið hörkuleikur. Ég spái því samt að Keflavík vinni þetta með sjö til tíu stigum,“ segir Pétur. Skallagrímur hefur unnið Snæfell bæði í Borgarnesi og í Stykkishólmi í vetur. Pétur Már sér fram á æsispennandi baráttuleik.Ekki slagsmál en rosaleg barátta „Þetta verður rosalegur leikur. Snæfell vill spila hratt en bæði lið eru mjög agressív og þetta verður ekki beint slagsmálaleikur en rosaleg barátta. Snæfellsstelpurnar spila rosalega öfluga vörn á hálfum velli og treysta á hraðaupphlaupin en aftur á móti eru Skallagrímsstelpurnar mjög öflugar í fráköstum og stórar og sterkar,“ segir Pétur. „Þetta verður stál í stál. Skallagrímsliðið er búið að spila stöðugan agressívan bolta í allan vetur þó að þær séu oft ekki að spila vel í sókninni. Þær frákasta svo vel að það er erfitt að spila á móti þeim,“ segir Pétur og bætir við: „Snæfellsstelpurnar voru í smá lægð en við vorum að spila á móti þeim um daginn og þá var allt annað að spila móti þeim en tveimur vikum áður í bikarnum. Þá var allt annað að sjá þær og rétta Snæfellsliðið mætt til leiks,“ segir Pétur. „Þetta verða fimm stig hér, fimm stig þar en ég held samt að Snæfellingarnir taki þetta í restina með fullri virðingu fyrir mínu gamla félagi. Snæfellsstelpurnar kunna vel við sig þegar verið er að spila um eitthvað stórt,“ segir Pétur að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum