Óttarr segir óásættanlegt að stór hópur fólks njóti ekki heilsugæslu Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2017 19:15 Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Vísir/Ernir Heilbrigðisráðherra segir óásættanlegt hve stór hluti íbúa landsins hafi ekki haft gott aðgengi að þjónustu á heilsugæslu. Bæta þurfi úr þessu og tryggja jafnt aðgengi óháð efnahag, stöðu og búsetu. Í umræðum á Alþingi í dag voru allir þingmenn sammála um að heilsugæslan ætti að vera fyrsti viðkomustaður þeirra sem leituðu til heilbrigðiskerfisins. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, stofnaði til umræðu um málið á Alþingi í dag og sagði að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar væri aðeins ein setning um heilsugæsluna þótt heilbrigðismál ætti samkvæmt henni að vera í forgangi og minnti hann á stöðuna á landsbyggðinni. „Og í ljósi forgangsins leyfi ég mér að spyrja hæstvirtan ráðherra jafnframt til hvaða ráða hann hyggist grípa til að efla stöðugleika heilsugæslunnar á landsbyggðinni. Þjónusta sem er því miður víða í molum, fjárhagslega svelt og hefur ekki fengið leiðréttingar í samræmi við verðlag. Má landsbyggðin búa sig undir óbreytt viðmót heilbrigðisyfirvalda,“ spurði Guðjón. Óttar Proppé heilbrigðisráðherra sagði ríkisstjórnina leggja áherslu á að styrkja það hlutverk heilsugæslunnar að vera fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigðiskerfinu. „Sú áhersla er liður í því að tryggja aðgengi að öruggri og góðri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag, búsetu og þjóðfélagsstöðu. Góð heilsugæsluþjónusta felst ekki hvað síst í því að þar sé aðgengi að þjónustu ýmissa heilbrigðisstarfsmanna. Fyrir utan þjónustu lækna og hjúkrunarfræðinga má nefna sálfræðinga, sjúkraþjálfara, næringafræðinga og lyfjafræðinga til dæmis,“ sagði heilbrigðisráðherra. Nú stæði til dæmis yfir átak til að fjölga sálfræðingum í heilsugæslunni. Um áramótin tók gildi nýtt fjármögnunarkerfi í heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem greiðslur til heilsugæslustöðva miðast við fjölda og samsetningu sjúklinga og þá getur fók nú valið á hvaða heilsugæslustöð það fer sem heilbrigðisráðherra segir hvata til að veita góða þjónustu. „En þegar til langs tíma er litið er ætlunin að nýta nýja fjármögnunarkerfið fyrir heilsugæslustöðvar jafnvel um landið þar sem miðað verði við aðstæður og forsendur á hverjum stað. Allt þetta snýst um að bæta aðgengi að öruggri heilsugæslu. Því eins og flestir vita er það óásættanlega stór hluti íbúanna sem hefur ekki haft nógu gott aðgengi að þjónustu á heilsugæslu. Það er mikilvægt að efla heilbrigði einstaklinga um leið og brugðist er við brýnum viðfangsefnum sem snúa að sjúkdómum. Aðalatriðið er að tryggja gæði þjónustunnar, jafnt aðgengi og jafnræði varðandi kostnað,“ sagði Óttarr Proppé. Alþingi Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir óásættanlegt hve stór hluti íbúa landsins hafi ekki haft gott aðgengi að þjónustu á heilsugæslu. Bæta þurfi úr þessu og tryggja jafnt aðgengi óháð efnahag, stöðu og búsetu. Í umræðum á Alþingi í dag voru allir þingmenn sammála um að heilsugæslan ætti að vera fyrsti viðkomustaður þeirra sem leituðu til heilbrigðiskerfisins. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, stofnaði til umræðu um málið á Alþingi í dag og sagði að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar væri aðeins ein setning um heilsugæsluna þótt heilbrigðismál ætti samkvæmt henni að vera í forgangi og minnti hann á stöðuna á landsbyggðinni. „Og í ljósi forgangsins leyfi ég mér að spyrja hæstvirtan ráðherra jafnframt til hvaða ráða hann hyggist grípa til að efla stöðugleika heilsugæslunnar á landsbyggðinni. Þjónusta sem er því miður víða í molum, fjárhagslega svelt og hefur ekki fengið leiðréttingar í samræmi við verðlag. Má landsbyggðin búa sig undir óbreytt viðmót heilbrigðisyfirvalda,“ spurði Guðjón. Óttar Proppé heilbrigðisráðherra sagði ríkisstjórnina leggja áherslu á að styrkja það hlutverk heilsugæslunnar að vera fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigðiskerfinu. „Sú áhersla er liður í því að tryggja aðgengi að öruggri og góðri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag, búsetu og þjóðfélagsstöðu. Góð heilsugæsluþjónusta felst ekki hvað síst í því að þar sé aðgengi að þjónustu ýmissa heilbrigðisstarfsmanna. Fyrir utan þjónustu lækna og hjúkrunarfræðinga má nefna sálfræðinga, sjúkraþjálfara, næringafræðinga og lyfjafræðinga til dæmis,“ sagði heilbrigðisráðherra. Nú stæði til dæmis yfir átak til að fjölga sálfræðingum í heilsugæslunni. Um áramótin tók gildi nýtt fjármögnunarkerfi í heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem greiðslur til heilsugæslustöðva miðast við fjölda og samsetningu sjúklinga og þá getur fók nú valið á hvaða heilsugæslustöð það fer sem heilbrigðisráðherra segir hvata til að veita góða þjónustu. „En þegar til langs tíma er litið er ætlunin að nýta nýja fjármögnunarkerfið fyrir heilsugæslustöðvar jafnvel um landið þar sem miðað verði við aðstæður og forsendur á hverjum stað. Allt þetta snýst um að bæta aðgengi að öruggri heilsugæslu. Því eins og flestir vita er það óásættanlega stór hluti íbúanna sem hefur ekki haft nógu gott aðgengi að þjónustu á heilsugæslu. Það er mikilvægt að efla heilbrigði einstaklinga um leið og brugðist er við brýnum viðfangsefnum sem snúa að sjúkdómum. Aðalatriðið er að tryggja gæði þjónustunnar, jafnt aðgengi og jafnræði varðandi kostnað,“ sagði Óttarr Proppé.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira