Fótbolti

Webb sér um myndbandsdómaramálin í Bandaríkjunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Webb er stjarnan og hér fær aðdáandi bolamynd með dómaranum.
Webb er stjarnan og hér fær aðdáandi bolamynd með dómaranum. vísir/getty
Það er brjálað að gera hjá fyrrum dómaranum Howard Webb en hann er nú kominn í vinnu hjá MLS-deildinni í Bandaríkjunum.

MLS-deildin ætlar sér að nýta tæknina á komandi tímabili og Webb mun leiða þá vinnu. Á undirbúningstímabilinu verður stuðst við upptökur úr sjónvarpinu og stefnt er að því að tæknin verði komin í fulla notkun í deildinni síðari hluta tímabilsins eða í ágúst.

Hugmyndin er að nota myndbandstæknina til þess að skera úr um vafaatriði. Hvort brot sé innan eða utan teigs eða hvort rétt sé að gefa rautt spjald fyrir brot. Dómarar munu getað skoðað myndband ef þeir eru í vafa.

Webb hefur haft nóg að gera síðan hann hætti að dæma í ensku úrvalsdeildinni og hefur verið yfirmaður dómaramála í Sádi Arabíu og væntanlega fengið vel greitt fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×