Innlent

Vara við töluverðri hættu í Reynisfjöru: „Þetta verður mjög slæmt“

Birgir Olgeirsson skrifar
Reynisfjara á Suðurlandi.
Reynisfjara á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm
„Þetta verður mjög slæmt,“ segir veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um ástandið sem mun skapast meðal annars í Reynisfjöru og að Dyrhólaey næstu daga.

Spáð er vonskuveðri og hefur lögreglan komið þeim tilmælum til ferðafólks og þeirra sem skipuleggja ferðir á þessu svæði að mikið brim er á þessum slóðum og útlit fyrir að svo verði næstu daga samkvæmt veðurspám.

„Töluverð hætta getur skapast á svæðinu í slíku veðri,“ segir lögreglan en reglulega hafa verið fluttar fréttir af ferðamönnum í vanda í briminu í Reynisfjöru og hafa orðið banaslys við slíkar aðstæður.

Ríkjandi suðaustan átt verður á svæðinu sem mun gera aðstæður verri en venjulega.

Veðurstofan hefur varað við suðaustan roki eða ofsaveðri um landið vestanvert á morgun, 23 - 30 metrar á sekúndu, hvassast við Breiðafjörð og á norðurlandi vestra í kringum hádegið. 


Tengdar fréttir

Segir erfitt að meta hvort að viðvörunarskiltin geri sitt gagn

Víðir Reynisson lögreglufulltrúi og verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi segir það mjög spennandi að sjá niðurstöður rannsóknar sem þær Þórdís Pétursdóttir og Sigurlaug Rúnarsdóttir nemendur í ferðamálafræði við Háskóla Íslands vinna að en lokaverkefni þeirra í náminu snýr að öryggi ferðamanna í Reynisfjöru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×