Erlent

Sakar lögregluþjóna um grimmilega árás og nauðgun

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá mótmælum í París um helgina.
Frá mótmælum í París um helgina. Vísir/AFP
Ungur franskur maður hefur sakað lögreglu þjóna um grimmilega nauðgun og líkamsárás. Meðal annars segir hann lögregluþjóna hafa stungið kylfu í endaþarm sinn, hreitt í sig óyrðum, barið sig og úðað táragasi framan í sig.

Maðurinn er 22 ára gamall, svartur og er sagður heita Theo. Hann hefur höfðað mál gegn lögregluþjónunum.

Eins og hann sagði fyrir dómi þá var hann stöðvaður út á götu á fimmtudaginn þar sem lögreglan var að leita að fíkniefnasölum. Hann segir fjóra lögregluþjóna hafa veist að sér, en einungis einn þeirra er sakaður um nauðgun.

Skömmu seinna hafi hann verið fluttur á lögreglustöð þar sem annar „mun vinalegri“ lögregluþjónn sá ástand hans og lét flytja hann á sjúkrahús. Þar var framkvæmd aðgerð á endaþarmi hans og öðrum meiðlsum og hann er enn á sjúkrahúsi, samkvæmt BBC.

Bruno Le Roux, innanríkisráðherra Frakklands, hefur leyst umrædda lögregluþjóna frá störfum og heitið því að ásakanirnar gegn þeim verði rannsakaðar að fullu.

Mótmælendur kveiktu í bílum um helgina í hverfinu þar sem árásin er sögð hafa átt sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×