Erlent

Tólf látnir eftir sprengjuárás í miðborg Kabúl

atli ísleifsson skrifar
Árásin átti sér stað í afgönsku höfuðborginni í morgun.
Árásin átti sér stað í afgönsku höfuðborginni í morgun. Vísir/AFP
Tólf manns hið minnsta eru látnir og um tíu særðir eftir sprengjuárás í afgönsku höfuðborginni Kabúl fyrr í dag.

AFP greinir frá því að maður hafi sprengt sjálfan sig í loft upp.

Talsmaður afganskra yfirvalda segir að árásin hafi átt sér stað við hæstarétt landsins, nærri bandaríska sendiráðinu og skrifstofum fjölda alþjóðlegra stofnana.

Uppfært 12:56:

Samkvæmt frétt BBC létust tuttugu manns í árásinni og 45 særðust. Búist er við að tala látinna komi til með að hækka. Árásin átti sér stað á bílastæði fyrir utan dómshúsið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×