Trump ýjar að því að fjölmiðlar hylmi yfir hryðjuverkaárásir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2017 23:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. vísir/epa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ýjaði að því í ræðu sem hann hélt fyrir leiðtoga í bandaríska hernum í dag að fjölmiðlar væru vísvitandi að hylma yfir hryðjuverkaárásir með því að segja ekki frá þeim. „Þið hafið séð hvað gerðist í París og Nice. Þetta er að gerast úti um allt í Evrópu og þetta er komið á þann stað að það er ekki einu sinni verið að segja frá því. Í mörgum tilfellum vilja þessir rosalega óheiðarlegu fjölmiðlar ekki segja frá því. Þeir hafa sínar ástæður og þið skiljið þær,“ sagði Trump í ræðu sinni í dag. Í umfjöllun um málið á vef The Washington Post segir að það sé vissulega svo að ekki er fjallað um allar hryðjuverkaárásir sem eiga sér stað í heiminum í fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Það hafi hins vegar ekkert með það að gera að hylma yfir árásir vísvitandi heldur sé um að ræða ritstjórnarlegar ákvarðanir hverju sinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump, eða ráðgjafar úr hans herbúðum, gagnrýnir fjölmiðla í stuttri forsetatíð sinni en hann tók við embætti þann 20. janúar síðastliðinn. Þannig líkti Steve Bannon, helsti ráðgjafi Trump, fjölmiðlum við stjórnarandstöðu á dögunum og sagði að þeir ættu að þegja og hlusta enda skildu þeir ekki þjóðina. Bannon hafði skömmu eftir innsetningarathöfn Trump sakað fjölmiðla um lygar varðandi það hversu margir komu og fylgdust með innsetningunni. Í sömu viku höfðu fjölmiðlar aftur á móti sett spurningamerki við fullyrðingar forsetans þess efnis að fjöldi atkvæða í forsetakosningunum í nóvember hafi verið ólögleg. Donald Trump Tengdar fréttir Hóflega pólitísk Lady Gaga: Dönsum bara og allt verður í lagi Frelsi, samstaða og jafnrétti voru aðalboðskapur hófstilltrar Lady Gaga á Super Bowl í nótt. 6. febrúar 2017 10:00 Vill ekki að Donald Trump ávarpi breska þingið John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, vill ekki að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fái að ávarpa þingið þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Bretlands síðar á árinu. 6. febrúar 2017 20:30 Sanders segir Trump vera „svikahrapp“ "Hann er góður sjónvarpsmaður. Ég held hins vegar að hann muni svíkja út miðstéttina og verkamenn í Bandaríkjunum.“ 6. febrúar 2017 16:48 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Stjórnarandstaðan gekk út þegar Inga tók til máls Innlent Fleiri fréttir Handvelja blaðamenn sem sitja blaðamannafund Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ýjaði að því í ræðu sem hann hélt fyrir leiðtoga í bandaríska hernum í dag að fjölmiðlar væru vísvitandi að hylma yfir hryðjuverkaárásir með því að segja ekki frá þeim. „Þið hafið séð hvað gerðist í París og Nice. Þetta er að gerast úti um allt í Evrópu og þetta er komið á þann stað að það er ekki einu sinni verið að segja frá því. Í mörgum tilfellum vilja þessir rosalega óheiðarlegu fjölmiðlar ekki segja frá því. Þeir hafa sínar ástæður og þið skiljið þær,“ sagði Trump í ræðu sinni í dag. Í umfjöllun um málið á vef The Washington Post segir að það sé vissulega svo að ekki er fjallað um allar hryðjuverkaárásir sem eiga sér stað í heiminum í fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Það hafi hins vegar ekkert með það að gera að hylma yfir árásir vísvitandi heldur sé um að ræða ritstjórnarlegar ákvarðanir hverju sinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump, eða ráðgjafar úr hans herbúðum, gagnrýnir fjölmiðla í stuttri forsetatíð sinni en hann tók við embætti þann 20. janúar síðastliðinn. Þannig líkti Steve Bannon, helsti ráðgjafi Trump, fjölmiðlum við stjórnarandstöðu á dögunum og sagði að þeir ættu að þegja og hlusta enda skildu þeir ekki þjóðina. Bannon hafði skömmu eftir innsetningarathöfn Trump sakað fjölmiðla um lygar varðandi það hversu margir komu og fylgdust með innsetningunni. Í sömu viku höfðu fjölmiðlar aftur á móti sett spurningamerki við fullyrðingar forsetans þess efnis að fjöldi atkvæða í forsetakosningunum í nóvember hafi verið ólögleg.
Donald Trump Tengdar fréttir Hóflega pólitísk Lady Gaga: Dönsum bara og allt verður í lagi Frelsi, samstaða og jafnrétti voru aðalboðskapur hófstilltrar Lady Gaga á Super Bowl í nótt. 6. febrúar 2017 10:00 Vill ekki að Donald Trump ávarpi breska þingið John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, vill ekki að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fái að ávarpa þingið þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Bretlands síðar á árinu. 6. febrúar 2017 20:30 Sanders segir Trump vera „svikahrapp“ "Hann er góður sjónvarpsmaður. Ég held hins vegar að hann muni svíkja út miðstéttina og verkamenn í Bandaríkjunum.“ 6. febrúar 2017 16:48 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Stjórnarandstaðan gekk út þegar Inga tók til máls Innlent Fleiri fréttir Handvelja blaðamenn sem sitja blaðamannafund Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira
Hóflega pólitísk Lady Gaga: Dönsum bara og allt verður í lagi Frelsi, samstaða og jafnrétti voru aðalboðskapur hófstilltrar Lady Gaga á Super Bowl í nótt. 6. febrúar 2017 10:00
Vill ekki að Donald Trump ávarpi breska þingið John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, vill ekki að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fái að ávarpa þingið þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Bretlands síðar á árinu. 6. febrúar 2017 20:30
Sanders segir Trump vera „svikahrapp“ "Hann er góður sjónvarpsmaður. Ég held hins vegar að hann muni svíkja út miðstéttina og verkamenn í Bandaríkjunum.“ 6. febrúar 2017 16:48