Geislavirkni í Fukushima í hæstu hæðum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. febrúar 2017 07:00 Myndir úr kjarnakljúfi tvö. mynd/tepco Geislaálag í kjarnakljúfi tvö í Fukushima-kjarnorkuverkinu náði áður óséðum hæðum í liðinni viku þegar það mældist 530 sívert á klukkustund. Það er hæsta álag sem mælst hefur frá kjarnorkuslysinu sjálfu í mars 2011. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá Tokyo Electric Power Co. (TEPCO). Hæsta geislaálag sem mælst hafði hingað til var 73 sívert.Japanskir ráðamenn fengu að kanna svæðið árið 2013. Enn er mikil vinna eftir til að koma öllu í stand.vísir/epaMælingarnar voru gerðar með fjarstýrðri myndavél. Sérfræðingar hlustuðu þá eftir hljóðum og áhrifum sem geislunin hafði á myndavélina. Slíkum mælingum getur skeikað um plús/mínus 30 sívert. Geislunin er slík að kæmist manneskja í námunda við hana þó ekki væri nema í örskamma stund, myndi það hafa banvæn áhrif. Til að mynda lætur annar hver maður lífið eftir að hafa komist í námunda við geislun upp á fjögur sívert og eins síverts geislun getur valdið ófrjósemi eða hárlosi hjá þeim sem fyrir henni verður. Kjarnorkuslysið í Fukushima átti sér stað í mars 2011 þegar flóðbylgja, orsökuð af jarðskjálfta, skall á kjarnorkuverinu. Afleiðingin var stærsta kjarnorkuslys frá Chernobyl-slysinu árið 1986. Frá slysinu hefur vinna staðið yfir við að lágmarka skaðann af því. Óttast er að þessar niðurstöður muni seinka þeirri vinnu en hingað til hefur hún gengið hægt fyrir sig. TEPCO hafði fyrirhugað að senda fjarstýrt vélmenni að kjarnaofninum sem átti að þola allt að þúsund sívert á klukkustund. Tilgangur ferðarinnar er að kanna skaðann. Við smíði þess var gert ráð fyrir álagi allt að 73 sívertum og en við það álag var gert ráð fyrir að vélmennið myndi endast í um tíu klukkustundir. Niðurstöður nýjustu mælinga þýða hins vegar að það myndi ekki duga nema í um tvær klukkustundir. Vinna stendur yfir til að kanna hvort unnt sé að betrumbæta það. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Japanska ríkið fjármagnar ísvegg við Fukushima Brösulega gengur að stöðva leka í kjarnorkuverinu, en japanska ríkið ákveður nú að koma til hjálpar með fjármagn. 3. september 2013 11:45 300 tonn af geislavirku vatni leka á hverjum degi Talið er að allt að þrjú hundruð tonn af geislavirku vatni leki nú á hverjum degi úr kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan sem varð illa úti eftir að jarðskjálfti reið yfir svæðið fyrir tveimur og hálfu ári síðan. 7. ágúst 2013 21:58 Ákæra fyrrverandi stjórnarmenn í Fukushima Mennirnir eru þeir fyrstu til að vera ákærðir fyrir þátt sinn í slysinu sem olli því að hættuleg geislun dreifðist um stórt svæði í norðausturhluta Japans. 1. mars 2016 07:00 Fimm ár frá hamförunum í Japan Nærri því 19 þúsund manns létu lífið en afleiðingar hamfaranna munu fylgja Japönum um áratugi. 11. mars 2016 10:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Geislaálag í kjarnakljúfi tvö í Fukushima-kjarnorkuverkinu náði áður óséðum hæðum í liðinni viku þegar það mældist 530 sívert á klukkustund. Það er hæsta álag sem mælst hefur frá kjarnorkuslysinu sjálfu í mars 2011. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá Tokyo Electric Power Co. (TEPCO). Hæsta geislaálag sem mælst hafði hingað til var 73 sívert.Japanskir ráðamenn fengu að kanna svæðið árið 2013. Enn er mikil vinna eftir til að koma öllu í stand.vísir/epaMælingarnar voru gerðar með fjarstýrðri myndavél. Sérfræðingar hlustuðu þá eftir hljóðum og áhrifum sem geislunin hafði á myndavélina. Slíkum mælingum getur skeikað um plús/mínus 30 sívert. Geislunin er slík að kæmist manneskja í námunda við hana þó ekki væri nema í örskamma stund, myndi það hafa banvæn áhrif. Til að mynda lætur annar hver maður lífið eftir að hafa komist í námunda við geislun upp á fjögur sívert og eins síverts geislun getur valdið ófrjósemi eða hárlosi hjá þeim sem fyrir henni verður. Kjarnorkuslysið í Fukushima átti sér stað í mars 2011 þegar flóðbylgja, orsökuð af jarðskjálfta, skall á kjarnorkuverinu. Afleiðingin var stærsta kjarnorkuslys frá Chernobyl-slysinu árið 1986. Frá slysinu hefur vinna staðið yfir við að lágmarka skaðann af því. Óttast er að þessar niðurstöður muni seinka þeirri vinnu en hingað til hefur hún gengið hægt fyrir sig. TEPCO hafði fyrirhugað að senda fjarstýrt vélmenni að kjarnaofninum sem átti að þola allt að þúsund sívert á klukkustund. Tilgangur ferðarinnar er að kanna skaðann. Við smíði þess var gert ráð fyrir álagi allt að 73 sívertum og en við það álag var gert ráð fyrir að vélmennið myndi endast í um tíu klukkustundir. Niðurstöður nýjustu mælinga þýða hins vegar að það myndi ekki duga nema í um tvær klukkustundir. Vinna stendur yfir til að kanna hvort unnt sé að betrumbæta það. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Japanska ríkið fjármagnar ísvegg við Fukushima Brösulega gengur að stöðva leka í kjarnorkuverinu, en japanska ríkið ákveður nú að koma til hjálpar með fjármagn. 3. september 2013 11:45 300 tonn af geislavirku vatni leka á hverjum degi Talið er að allt að þrjú hundruð tonn af geislavirku vatni leki nú á hverjum degi úr kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan sem varð illa úti eftir að jarðskjálfti reið yfir svæðið fyrir tveimur og hálfu ári síðan. 7. ágúst 2013 21:58 Ákæra fyrrverandi stjórnarmenn í Fukushima Mennirnir eru þeir fyrstu til að vera ákærðir fyrir þátt sinn í slysinu sem olli því að hættuleg geislun dreifðist um stórt svæði í norðausturhluta Japans. 1. mars 2016 07:00 Fimm ár frá hamförunum í Japan Nærri því 19 þúsund manns létu lífið en afleiðingar hamfaranna munu fylgja Japönum um áratugi. 11. mars 2016 10:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Japanska ríkið fjármagnar ísvegg við Fukushima Brösulega gengur að stöðva leka í kjarnorkuverinu, en japanska ríkið ákveður nú að koma til hjálpar með fjármagn. 3. september 2013 11:45
300 tonn af geislavirku vatni leka á hverjum degi Talið er að allt að þrjú hundruð tonn af geislavirku vatni leki nú á hverjum degi úr kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan sem varð illa úti eftir að jarðskjálfti reið yfir svæðið fyrir tveimur og hálfu ári síðan. 7. ágúst 2013 21:58
Ákæra fyrrverandi stjórnarmenn í Fukushima Mennirnir eru þeir fyrstu til að vera ákærðir fyrir þátt sinn í slysinu sem olli því að hættuleg geislun dreifðist um stórt svæði í norðausturhluta Japans. 1. mars 2016 07:00
Fimm ár frá hamförunum í Japan Nærri því 19 þúsund manns létu lífið en afleiðingar hamfaranna munu fylgja Japönum um áratugi. 11. mars 2016 10:00