Erlent

Málar tímabundnar veggmyndir á yfirborð náttúrufyrirbæra

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Hulu hefur meðal annars málað á kletta nálægt fossum og á ísjaka við strendur Íslands.
Hulu hefur meðal annars málað á kletta nálægt fossum og á ísjaka við strendur Íslands. Vísir/skjáskot
Listamaðurinn Sean Yoro sem gengur undir listamannsnafninu Hula, notast við heldur óvenjulegan málarastriga. Hulu notast við blöndu af krít og vatni og málar fallegar veggmyndir á yfirborð náttúrufyrirbæra sem eiga undir högg að sækja fyrir tilstilli loftslagsbreytinga.

Hulu hefur meðal annars málað á kletta nálægt fossum og á ísjaka við strendur Íslands. Verkin hans eru því tímabundin og sjást aðeins í stutta stund.

Nýjasta verkefni hans ber nafnið „Puliki“ sem þýðir „að umvefja“ á tungumáli Hawaí búa en Hulu er fæddur og uppalinn þar.

Veggmyndir, hans sem eru hluti af Puliki, sýna oft manneskjur sem Hulu hefur málað á trjáberki er orðið hafa fyrir barðinu á skógareldum vegna hlýnunar jarðar. Regnið skolar myndunum burt stuttu síðar.

Tilgangurinn með verkum hans er að vekja athygli á loftslagsmálum og sambandi manns við náttúru.

Sjá má myndband með verkum Hulu í myndbandi CNN hér að neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×