Le Pen ætlar sér að herma eftir Donald Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. febrúar 2017 23:30 Marine Le Pen, frambjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar. Vísir/EPA Marine Le Pen, leiðtogi og forsetaframbjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, setti fram stefnuskrá sína fyrir forsetakjörið í Frakklandi sem fram fer í maí. Hún virðist vera undir miklum áhrifum frá kosningasigri Donald Trump í Bandaríkjunum og lofar Frökkum skjóli frá hnattvæðingu. Reuters greinir frá. Skoðanakannanir sýna að Le Pen muni bera sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna sem fer fram 23. apríl en tapa í seinni umferðinni þar sem tveir frambjóðendur berjast um forsetaembættið. Flokkurinn vonast til þess að hneykslismál í tengslum við Francois Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana og vaxandi vinsældir popúlisma á Vesturlöndum muni sannfæra kjósendur um að styðja Le Pen. „Okkur var sagt að Donald Tump myndi aldrei sigra í Bandaríkjunum en hann vann nú samt,“ sagði Jean-Lin Lacapelle, einn af forkólfum flokksins. „Okkur er sagt að Le Pen muni ekki vinna kosningarnar en 7. maí mun hún standa uppi sem sigurvegari.“Engin evra, FREXIT og færri flóttamenFlokkurinn heldur nú flokksþing sitt í Lyon. Helstu stefnumál flokksins fyrir forsetakosningarnar eru þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi veru Frakklands í ESB, að Frakkar hætti að nota evruna sem gjaldmiðil, auknir tollar á influttar vörur auk þess sem hún vill stórbæta velferðarkerfið á sama tíma og hún leggur til að tekjuskattur verði lækkaður. Þá er lagt til að ákveðin réttindi sem allir íbúar Frakklands njóti, á borð við ókeypis menntun, muni aðeins verða í boði fyrir franska ríkisborgara. Þá vill flokkurinn ráða mun fleiri lögreglumann til starfa og minnka fjölda flóttamanna sem koma til Frakklands. Búist er við Le Pen muni mæta hægri kratanum Emmanuel Macron í síðari umferð forsetakosninganna. Var hann skotspónn flestra þeirra sem héldu ræði á flokksþingi Frönsku þjóðfylkingarinnar. „Í þessum kosningum mætast tveir andstæðir pólar,“ sagði Le Pen. „Val um alþjóðahyggju sem allir andstæðingar mínir styðja eða þjóðernishyggju sem ég stend fyrir.“ Donald Trump Tengdar fréttir Líklegasti sigurvegari forsetakosninganna í Frakklandi bauð alla þá sem óttast Trump velkomna til Frakklands Emmanuelle Macron, forsetaframbjóðandi í Frakklandi, segir að vísindamenn, fræðimenn og aðrir sem óttist Donald Trump Bandaríkjaforseti og stefnu hans geti fengið nýtt heimaland, Frakklands. 4. febrúar 2017 21:10 Víðtæk rannsókn hafin á máli Fillons Saksóknarar og lögregla rannsaka nú mál François Fillon, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Frakklandi. Hann er sakaður um að borga konu sinni laun án þess að hún hafi unnið. Fillon neitar sök. Stuðningsmenn segja að fjölmiðlar reyni a 3. febrúar 2017 07:00 Hamon verður á kjörseðlinum Benoit Hamon verður frambjóðandi Sósíalistaflokksins í frönsku forsetakosningunum sem fram fara í apríl. 30. janúar 2017 07:00 Börn Fillon talin tengjast spillingarmáli hans Spillingarmál François Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana, er nú talið ná til barna hans, sem talin eru hafa þegið þúsundir evra fyrir uppdiktuð störf. 2. febrúar 2017 18:48 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira
Marine Le Pen, leiðtogi og forsetaframbjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, setti fram stefnuskrá sína fyrir forsetakjörið í Frakklandi sem fram fer í maí. Hún virðist vera undir miklum áhrifum frá kosningasigri Donald Trump í Bandaríkjunum og lofar Frökkum skjóli frá hnattvæðingu. Reuters greinir frá. Skoðanakannanir sýna að Le Pen muni bera sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna sem fer fram 23. apríl en tapa í seinni umferðinni þar sem tveir frambjóðendur berjast um forsetaembættið. Flokkurinn vonast til þess að hneykslismál í tengslum við Francois Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana og vaxandi vinsældir popúlisma á Vesturlöndum muni sannfæra kjósendur um að styðja Le Pen. „Okkur var sagt að Donald Tump myndi aldrei sigra í Bandaríkjunum en hann vann nú samt,“ sagði Jean-Lin Lacapelle, einn af forkólfum flokksins. „Okkur er sagt að Le Pen muni ekki vinna kosningarnar en 7. maí mun hún standa uppi sem sigurvegari.“Engin evra, FREXIT og færri flóttamenFlokkurinn heldur nú flokksþing sitt í Lyon. Helstu stefnumál flokksins fyrir forsetakosningarnar eru þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi veru Frakklands í ESB, að Frakkar hætti að nota evruna sem gjaldmiðil, auknir tollar á influttar vörur auk þess sem hún vill stórbæta velferðarkerfið á sama tíma og hún leggur til að tekjuskattur verði lækkaður. Þá er lagt til að ákveðin réttindi sem allir íbúar Frakklands njóti, á borð við ókeypis menntun, muni aðeins verða í boði fyrir franska ríkisborgara. Þá vill flokkurinn ráða mun fleiri lögreglumann til starfa og minnka fjölda flóttamanna sem koma til Frakklands. Búist er við Le Pen muni mæta hægri kratanum Emmanuel Macron í síðari umferð forsetakosninganna. Var hann skotspónn flestra þeirra sem héldu ræði á flokksþingi Frönsku þjóðfylkingarinnar. „Í þessum kosningum mætast tveir andstæðir pólar,“ sagði Le Pen. „Val um alþjóðahyggju sem allir andstæðingar mínir styðja eða þjóðernishyggju sem ég stend fyrir.“
Donald Trump Tengdar fréttir Líklegasti sigurvegari forsetakosninganna í Frakklandi bauð alla þá sem óttast Trump velkomna til Frakklands Emmanuelle Macron, forsetaframbjóðandi í Frakklandi, segir að vísindamenn, fræðimenn og aðrir sem óttist Donald Trump Bandaríkjaforseti og stefnu hans geti fengið nýtt heimaland, Frakklands. 4. febrúar 2017 21:10 Víðtæk rannsókn hafin á máli Fillons Saksóknarar og lögregla rannsaka nú mál François Fillon, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Frakklandi. Hann er sakaður um að borga konu sinni laun án þess að hún hafi unnið. Fillon neitar sök. Stuðningsmenn segja að fjölmiðlar reyni a 3. febrúar 2017 07:00 Hamon verður á kjörseðlinum Benoit Hamon verður frambjóðandi Sósíalistaflokksins í frönsku forsetakosningunum sem fram fara í apríl. 30. janúar 2017 07:00 Börn Fillon talin tengjast spillingarmáli hans Spillingarmál François Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana, er nú talið ná til barna hans, sem talin eru hafa þegið þúsundir evra fyrir uppdiktuð störf. 2. febrúar 2017 18:48 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira
Líklegasti sigurvegari forsetakosninganna í Frakklandi bauð alla þá sem óttast Trump velkomna til Frakklands Emmanuelle Macron, forsetaframbjóðandi í Frakklandi, segir að vísindamenn, fræðimenn og aðrir sem óttist Donald Trump Bandaríkjaforseti og stefnu hans geti fengið nýtt heimaland, Frakklands. 4. febrúar 2017 21:10
Víðtæk rannsókn hafin á máli Fillons Saksóknarar og lögregla rannsaka nú mál François Fillon, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Frakklandi. Hann er sakaður um að borga konu sinni laun án þess að hún hafi unnið. Fillon neitar sök. Stuðningsmenn segja að fjölmiðlar reyni a 3. febrúar 2017 07:00
Hamon verður á kjörseðlinum Benoit Hamon verður frambjóðandi Sósíalistaflokksins í frönsku forsetakosningunum sem fram fara í apríl. 30. janúar 2017 07:00
Börn Fillon talin tengjast spillingarmáli hans Spillingarmál François Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana, er nú talið ná til barna hans, sem talin eru hafa þegið þúsundir evra fyrir uppdiktuð störf. 2. febrúar 2017 18:48