Innlent

Allir komnir í einbýli á dvalarheimilinu Lundi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Mikil ánægja er hjá starfsfólki og heimilisfólki á dvalarheimilinu Lundi á Hellu því þar eru allir komnir í einbýli eftir að átta ný herbergi voru tekin í notkun á heimilinu. Hluti af fólki sem er á Kumbaravogi á Stokkseyri flytur á Lund.

Nýr heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé, mætti á Lund til að klippa á borða þegar nýja viðbyggingin var formlega opnuð. Hann naut aðstaðar starfsfólks og heimilisfólks. Fjölmenni var við vígsluathöfnina enda stór áfangi í sögu dvalarheimilisins.

Hluti af íbúum dvalarheimilisins Kumbaravogs á Stokkseyri flytur á Lund en heimilinu verður lokað eftir nokkrar vikur. Búið er að tryggja öllum á Kumbaravogi, 28 heimilismönnum pláss á nýjum heimilum á Suðurlandi eða annarsstaðar á landinu. Heilbrigðisráðherra segir ekki koma til greina að opna Kumbaravog aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×