Hefndarför Bradys lýkur í Houston Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2017 10:00 Tom Brady er af mörgum talinn besti leikstjórnandi sögunnar. Hann hefur unnið Super Bowl fjórum sinnum rétt eins og Joe Montana og Terry Bradshaw. Með sigri á morgun verður hann sá sigursælasti frá upphafi. Vísir/Getty Þó svo menn láti sem lítið sé þá er mikið persónulegt undir hjá New England Patriots er það spilar úrslitaleikinn í NFL-deildinni gegn Atlanta Falcons. Stjörnuleikstjórnandi New England, Tom Brady, byrjaði tímabilið í fjögurra leikja banni út af „Deflategate-málinu“ sem tröllreið öllu í allt of langan tíma í Bandaríkjunum.Málið umdeilda Í stuttu máli snýst málið um að New England var sakað um að hafa viljandi sett of lítið loft í boltana í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar fyrir tveimur árum. Brady fékk fjögurra leikja bannið fyrir sinn þátt í málinu. Hann var verulega ósáttur við bannið sem og allt félagið. Það var yfirmaður NFL-deildarinnar, Roger Goodell, sem setti Brady í leikbannið og félagið veit ekkert sætara en að láta Goodell afhenda því bikarinn í leikslok á morgun. Talað hefur verið um að Tom Brady sé í hefndarför. Hann er einu skrefi frá því að geta glott framan í Goodell.Tom Brady.Vísir/GettyFélög sitt á hvorum pólnum Í þessum leik mætast tvö ólík félög. New England er stórveldi í NFL-deildinni og hefur unnið fjóra titla síðan árið 2002. Að sama skapi hefur Atlanta aldrei unnið Super Bowl-leikinn og hefur aðeins einu sinni komist í úrslit. Það var árið 1999. Brady og þjálfari Patriots, Bill Belichick, þekkja þetta allt saman og hafa gert þetta allt áður. Að sama skapi hefur Atlanta ekki þessa reynslu en þjálfari liðsins, Dan Quinn, fór tvisvar með Seattle Seahawks í úrslit sem varnarþjálfari og veit því vel hvað hann er að fara út í.Brady ótrúlegur Brady hefur spilað stórkostlega síðan hann kom úr banninu. Með hann við stýrið tapaði Patriots aðeins einum leik í vetur. Brady spilaði algjörlega stórkostlega og kastaði boltanum aðeins tvisvar sinnum frá sér. Það er ótrúleg tölfræði hjá leikstjórnanda sem kastaði boltanum 432 sinnum í vetur. Það sem meira er, þá er Brady sigurvegari. Hann kann þá list betur en flestir í þessari deild að vinna leiki. Hann finnur alltaf leið í samvinnu við Belichick þjálfara. Það er sama með hvaða mönnum Brady þarf að vinna á hverju ári. Þeir eru ekki alltaf hátt skrifaðir en Brady tekst oftar en ekki að gera stjörnur úr þeim. Ef Atlanta ætlar að eiga möguleika í þessum leik þá verður liðið að setja pressu á Brady. Hann má ekki fá of mikinn tíma með boltann. Varnarmaður Atlanta, Vic Beasley, verður í aðalhlutverki þar en hann var með flestar leikstjórnandafellur í NFL-deildinni í vetur.Matt Ryan.Vísir/GettyEr sókn besta vörnin? Atlanta skoraði flest stig allra liða í NFL-deildinni í vetur og býr yfir fjölda sóknarvopna. Á móti kemur að New England er með bestu vörn deildarinnar. Fékk á sig fæst stig allra liða í vetur eða rúmlega 15 stig í leik. Leikstjórnandi Falcons, Matt Ryan, hefur átt stjörnutímabil og var nálægt því að komast í hinn einstaka 5.000 jarda klúbb leikstjórnenda. Aðeins fimm leikstjórnendur hafa náð slíkum árangri og Ryan var aðeins 56 jördum frá því að komast í þann félagsskap. Það sem gerir sóknarleik Atlanta svona hættulegan er hvað liðið á mörg vopn. Ryan kastaði snertimarkssendingu á þrettán mismunandi leikmenn í vetur en það er met í NFL-deildinni. Aðalútherji liðsins, Julio Jones, er líklega besti útherji deildarinnar í dag. Liðið á tvo frábæra hlaupara í Devonta Freeman og Tevin Coleman. Þeir eru ekki bara góðir að hlaupa heldur líka að grípa boltann. Slíka menn er erfitt að stöðva.Heldur vörn Fálkanna? Varnarleikur liðsins var einn sá lélegasti í vetur en hefur tekið ótrúlegum framförum síðustu vikur. Meirihluti varnarlínunnar er aftur á móti með aðeins eins og tveggja ára reynslu. Þessir kjúklingar héldu samt bæði Aaron Rodgers og Russell Wilson í skefjum í fyrstu leikjum liðsins í úrslitakeppninni. New England er sigurstranglegra liðið en þetta er samt ótrúlega áhugaverður leikur sem getur hæglega farið á hvorn veginn sem er. NFL Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sjá meira
Þó svo menn láti sem lítið sé þá er mikið persónulegt undir hjá New England Patriots er það spilar úrslitaleikinn í NFL-deildinni gegn Atlanta Falcons. Stjörnuleikstjórnandi New England, Tom Brady, byrjaði tímabilið í fjögurra leikja banni út af „Deflategate-málinu“ sem tröllreið öllu í allt of langan tíma í Bandaríkjunum.Málið umdeilda Í stuttu máli snýst málið um að New England var sakað um að hafa viljandi sett of lítið loft í boltana í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar fyrir tveimur árum. Brady fékk fjögurra leikja bannið fyrir sinn þátt í málinu. Hann var verulega ósáttur við bannið sem og allt félagið. Það var yfirmaður NFL-deildarinnar, Roger Goodell, sem setti Brady í leikbannið og félagið veit ekkert sætara en að láta Goodell afhenda því bikarinn í leikslok á morgun. Talað hefur verið um að Tom Brady sé í hefndarför. Hann er einu skrefi frá því að geta glott framan í Goodell.Tom Brady.Vísir/GettyFélög sitt á hvorum pólnum Í þessum leik mætast tvö ólík félög. New England er stórveldi í NFL-deildinni og hefur unnið fjóra titla síðan árið 2002. Að sama skapi hefur Atlanta aldrei unnið Super Bowl-leikinn og hefur aðeins einu sinni komist í úrslit. Það var árið 1999. Brady og þjálfari Patriots, Bill Belichick, þekkja þetta allt saman og hafa gert þetta allt áður. Að sama skapi hefur Atlanta ekki þessa reynslu en þjálfari liðsins, Dan Quinn, fór tvisvar með Seattle Seahawks í úrslit sem varnarþjálfari og veit því vel hvað hann er að fara út í.Brady ótrúlegur Brady hefur spilað stórkostlega síðan hann kom úr banninu. Með hann við stýrið tapaði Patriots aðeins einum leik í vetur. Brady spilaði algjörlega stórkostlega og kastaði boltanum aðeins tvisvar sinnum frá sér. Það er ótrúleg tölfræði hjá leikstjórnanda sem kastaði boltanum 432 sinnum í vetur. Það sem meira er, þá er Brady sigurvegari. Hann kann þá list betur en flestir í þessari deild að vinna leiki. Hann finnur alltaf leið í samvinnu við Belichick þjálfara. Það er sama með hvaða mönnum Brady þarf að vinna á hverju ári. Þeir eru ekki alltaf hátt skrifaðir en Brady tekst oftar en ekki að gera stjörnur úr þeim. Ef Atlanta ætlar að eiga möguleika í þessum leik þá verður liðið að setja pressu á Brady. Hann má ekki fá of mikinn tíma með boltann. Varnarmaður Atlanta, Vic Beasley, verður í aðalhlutverki þar en hann var með flestar leikstjórnandafellur í NFL-deildinni í vetur.Matt Ryan.Vísir/GettyEr sókn besta vörnin? Atlanta skoraði flest stig allra liða í NFL-deildinni í vetur og býr yfir fjölda sóknarvopna. Á móti kemur að New England er með bestu vörn deildarinnar. Fékk á sig fæst stig allra liða í vetur eða rúmlega 15 stig í leik. Leikstjórnandi Falcons, Matt Ryan, hefur átt stjörnutímabil og var nálægt því að komast í hinn einstaka 5.000 jarda klúbb leikstjórnenda. Aðeins fimm leikstjórnendur hafa náð slíkum árangri og Ryan var aðeins 56 jördum frá því að komast í þann félagsskap. Það sem gerir sóknarleik Atlanta svona hættulegan er hvað liðið á mörg vopn. Ryan kastaði snertimarkssendingu á þrettán mismunandi leikmenn í vetur en það er met í NFL-deildinni. Aðalútherji liðsins, Julio Jones, er líklega besti útherji deildarinnar í dag. Liðið á tvo frábæra hlaupara í Devonta Freeman og Tevin Coleman. Þeir eru ekki bara góðir að hlaupa heldur líka að grípa boltann. Slíka menn er erfitt að stöðva.Heldur vörn Fálkanna? Varnarleikur liðsins var einn sá lélegasti í vetur en hefur tekið ótrúlegum framförum síðustu vikur. Meirihluti varnarlínunnar er aftur á móti með aðeins eins og tveggja ára reynslu. Þessir kjúklingar héldu samt bæði Aaron Rodgers og Russell Wilson í skefjum í fyrstu leikjum liðsins í úrslitakeppninni. New England er sigurstranglegra liðið en þetta er samt ótrúlega áhugaverður leikur sem getur hæglega farið á hvorn veginn sem er.
NFL Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sjá meira