Erlent

Danska stjórnin vill herða refsingar fyrir hefndarklám

atli ísleifsson skrifar
Hefndarklám er það þegar að myndum eða myndskeiðum er dreift eða þau birt án leyfis þess sem þar er.
Hefndarklám er það þegar að myndum eða myndskeiðum er dreift eða þau birt án leyfis þess sem þar er. Vísir/Getty
Danska ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðir sem ætlaðar eru til að berjast gegn hefndarklámi á netinu.

Til stendur að herða refsingar og leggja aukið púður í aðgerðir lögreglu. Þá á jafnframt að efla forvarnir í skólum landsins.

Hefndarklám felur í sér dreifingu eða birtingu á myndum eða myndskeiðum án leyfis þess sem á myndefninu er. Er jafnan ætlun þess sem birtir myndir að valda viðkomandi tjóni eða vanlíðan, en oft er um að ræða nektarmyndir eða kynferðisleg myndskeið.

Í frétt Aftonbladet segir að samkvæmt tillögunum eigi þeir sem sakfelldir eru fyrir birtingu á hefndarklámi á hættu á að verða dæmdir til sex mánaða til tveggja ára fangelsisvistar.

Menntamálaráðherrann Merete Riisager vill sjá auknar forvarnir á efri stigum grunnskóla þar sem nýtt fræðsluefni verði notað til að skýra málið hver ábyrgð skólanna sé. Þá skuli skýra hvernig skólar skuli aðstoða fórnarlömb í slíkum málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×