Öll þessi landslið sem við eigum núna eru alveg stútfull af karakterum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2017 19:24 Viðar Halldórsson, lektor á Félagsvísindasviði í Háskóla Íslands, segir að við Íslendingar getum látið uppeldisstefnuna og afreksstefnuna vinna saman þegar við vinnum með krakkana okkar í íþróttum. Þjálfun á Íslandi hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu eftir að Sigfús Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, gagnrýndi íþróttaumhverfi barna og unglinga á Íslandi. Sigfús vildi fá meiri keppni inn í íþróttirnar og hætta að verðlauna alla. „Við höfum náð miklum árangir á báðum stöðum. Við erum með eina mestu þátttöku barna og unglinga í íþróttum og það eru sterk gildi sem fylgja starfinu eins og rannsóknir hafa sýnt. Á hinn boginn höfum við náð miklum árangri í afreksíþróttum því við eigum öll þessi frábæru landslið og þessa frábæru íþróttamenn sem hafa náð árangri á undanförnum árum,“ sagði Viðar Halldórsson sem hefur mikið unnið með íþróttafólk og gert margar rannsóknir. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Íslenskt íþróttalíf og íslensk íþróttahreyfing hefur verið að gera margt mjög gott. Samfélagið breytist og áherslur í íþróttum breytast. Við þurfum því að þróast með því,“ sagði Viðar. „Öll þessi landslið sem við eigum núna eru alveg stútfull af karakterum, mjög sterkum karakterum. Ég hef mjög mikið unnið með ungum íþróttamönnum sem eru að fara upp í meistaraflokka og það vantar oft andlegan styrk og allskonar þætti sem við viljum hafa hjá þessum krökkum. Ég segi að þarna fer uppeldisstefnan og afreksstefnan saman,“ sagði Viðar. „Ef við vinnum í því að búa til sterkari karaktera með betra sjálfstraust, að búa til betri leiðtoga með sterkari félagsfærni sem kunna að setja sér markmið. Þá erum við að sinna uppeldisstefnunni og skila betri einstaklingum út í samfélagið en við værum líka að skila sterkari einstaklingum til að vera afreksmenn,“ sagði Viðar. Það má sjá allt viðtalið við Viðar í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti Fleiri fréttir Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild „Vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Dómarinn fluttur í burtu á börum FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Seldu miða á Paul-Tyson bardagann fyrir 2,5 milljarða Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sjá meira
Viðar Halldórsson, lektor á Félagsvísindasviði í Háskóla Íslands, segir að við Íslendingar getum látið uppeldisstefnuna og afreksstefnuna vinna saman þegar við vinnum með krakkana okkar í íþróttum. Þjálfun á Íslandi hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu eftir að Sigfús Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, gagnrýndi íþróttaumhverfi barna og unglinga á Íslandi. Sigfús vildi fá meiri keppni inn í íþróttirnar og hætta að verðlauna alla. „Við höfum náð miklum árangir á báðum stöðum. Við erum með eina mestu þátttöku barna og unglinga í íþróttum og það eru sterk gildi sem fylgja starfinu eins og rannsóknir hafa sýnt. Á hinn boginn höfum við náð miklum árangri í afreksíþróttum því við eigum öll þessi frábæru landslið og þessa frábæru íþróttamenn sem hafa náð árangri á undanförnum árum,“ sagði Viðar Halldórsson sem hefur mikið unnið með íþróttafólk og gert margar rannsóknir. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Íslenskt íþróttalíf og íslensk íþróttahreyfing hefur verið að gera margt mjög gott. Samfélagið breytist og áherslur í íþróttum breytast. Við þurfum því að þróast með því,“ sagði Viðar. „Öll þessi landslið sem við eigum núna eru alveg stútfull af karakterum, mjög sterkum karakterum. Ég hef mjög mikið unnið með ungum íþróttamönnum sem eru að fara upp í meistaraflokka og það vantar oft andlegan styrk og allskonar þætti sem við viljum hafa hjá þessum krökkum. Ég segi að þarna fer uppeldisstefnan og afreksstefnan saman,“ sagði Viðar. „Ef við vinnum í því að búa til sterkari karaktera með betra sjálfstraust, að búa til betri leiðtoga með sterkari félagsfærni sem kunna að setja sér markmið. Þá erum við að sinna uppeldisstefnunni og skila betri einstaklingum út í samfélagið en við værum líka að skila sterkari einstaklingum til að vera afreksmenn,“ sagði Viðar. Það má sjá allt viðtalið við Viðar í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti Fleiri fréttir Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild „Vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Dómarinn fluttur í burtu á börum FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Seldu miða á Paul-Tyson bardagann fyrir 2,5 milljarða Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sjá meira