Flótti til sigurs Stefán Pálsson skrifar 5. febrúar 2017 11:00 Liði fanganna er hótað öllu illu fyrir leikinn og dómarinn leyfir Þjóðverjunum að komast upp með hreinan fantaskap. Íþróttamyndir eru sérstök undirgrein innan kvikmyndasögunnar og njóta sífellt vinsælda, þótt fæstar þeirra komist í hóp sígildra meistaraverka. Upp í hugann kemur þó Eldvagninn (Chariots of Fire) sem fjallaði um afrek tveggja hlaupagarpa á Ólympíuleikunum 1924. Árið 1982 varð hún fyrsta breska myndin um langt árabil til að hljóta Óskarsverðlaun. Bandaríkjamenn hafa gert fjölmargar eftirminnilegar myndir um vinsælustu hópíþróttir sínar á borð við hafnabolta, körfuknattleik, íshokkí og ruðning. Í samanburði við þá flóru alla, mynda þær fáu skikkanlegu ræmur sem gerðar hafa verið um knattspyrnuna, vinsælustu íþrótt í heimi, furðu rýran flokk. Í hópi þeirra bestu er myndin Escape to Victory eða Flótti til sigurs eins og hún nefndist í Laugarásbíói árið 1981. Það var stórleikstjórinn John Huston sem stýrði myndinni og var leikarahópurinn skringileg blanda af kunnum Hollywood-stjörnum, svo sem Sylvester Stallone, Michael Caine og Max von Sydow, en einnig gömlu fótboltakempunum Pelé og Bobby Moore. Myndin gerist á árum seinni heimsstyrjaldarinnar í fangabúðum þar sem Þjóðverjar halda hermönnum frá ýmsum löndum. Í hópnum er kunnur enskur knattspyrnukappi og út frá því kviknar sú hugmynd hjá stjórnendum þýska hersins að hafa sýningarleik milli stríðsfanganna og þýsks úrvalsliðs. Fangarnir láta til leiðast, enda ætla þeir að nota tækifærið til að flýja. Í ljós kemur að nasistar hyggjast nýta kappleikinn til að sýna fram á yfirburði hins aríska kynstofns. Liði fanganna er hótað öllu illu fyrir leikinn og dómarinn leyfir Þjóðverjunum að komast upp með hreinan fantaskap. Leikmennirnir láta þetta yfir sig ganga og áforma flótta um leynigöng úr búningsklefa sínum í leikhléi, en þegar á hólminn er komið verður sigurviljinn yfirsterkari. Þeir snúa aftur til leiks eftir hlé og vinna frægan sigur. Í leiðinni hrífa þeir með sér áhorfendur sem þyrpast inn á völlinn í leikslok og í ringulreiðinni sem myndast tekst leikmönnunum djörfu að leynast í mannfjöldanum og sleppa brott.Raunverulegar fyrirmyndir Gleðilegi endirinn var talsvert frábrugðinn niðurlagi ungversku kvikmyndarinnar Két félido a pokolban eða Tveir leikhlutar í helvíti frá árinu 1962, sem þó var fyrirmyndin að Flótta til sigurs. Sú saga var látin gerast í Ungverjalandi og knattspyrnukeppnin haldin í tilefni af afmæli Adolfs Hitler árið 1944. Ungversku leikmannanna bíður dauðadómur, en þeim er sagt að tapi þeir leiknum gætu þeir haldið lífi. Þeir láta ekki beygja sig og breyta stöðunni úr 1:3 í 4:3 sér í vil, en eru allir skotnir í leikslok. Þessi þunglyndislegi söguþráður var innblásinn af atburðum sem áttu sér stað í Úkraínu á árum seinni heimsstyrjaldar. Um er að ræða alræmdasta knattspyrnuleik allra tíma, þótt enn í dag sé hann bitbein sagnfræðinga. „Dauðaleikurinn“ nefnist atburður þessi í rússneskum sögubókum og átti sér stað í Kænugarði þann níunda ágúst árið 1942. Borgin var undir stjórn Þjóðverja sem lögðu hana undir sig haustið 1941. Þjóðverjar áttu sér ýmsa fylgjendur í Úkraínu, sem töldu stjórn nasista betri kost en kommúnistastjórnina í Moskvu. Margir fögnuðu því komu þýska hersins til Kænugarðs, en sú hrifning hvarf skjótt þegar harðstjórn þeirra og morðæði varð ljóst. Í fyrstu miðaðist öll stjórn Þjóðverja í Úkraínu við að styðja stríðsreksturinn. Allir vinnufærir menn voru skikkaðir til að vinna fyrir hernaðarvélina með einum eða öðrum hætti. Með tímanum ákvað hernámsstjórnin þó að reyna að vinna heimamenn á sitt band með ýmsum hætti, svo sem með því að draga úr matarskömmtun og leyfa á ný eitt og annað sem minnt gat á hefðbundna tilveru, þar á meðal að skipuleggja knattspyrnumót. Komið var á laggirnar deildarkeppni í Kænugarði með þátttöku liða frá hernámslöndunum en einnig heimamanna. Úkraínskir þjóðernissinnar og samverkamenn nasista stofnuðu félag og sönkuðu að sér leikmönnum. En það voru fleiri í borginni sem höfðu áhuga á fótbolta. Fyrir stríðið hafði Dynamo Kiev verið eitt öflugasta kapplið Úkraínu. Félagið hafði söguleg tengsl við sovésku leyniþjónustuna og var starfsemi þess því stranglega bönnuð. Fyrrverandi leikmenn félagsins voru tortryggðir af yfirvöldum og áttu erfitt með að fá vinnu. Í þeim hópi var Nikolai Trúsevíts, fyrrverandi markvörður Dynamo-liðsins, sem hafði verið handtekinn af Þjóðverjum fyrst eftir hernámið en sleppt úr haldi eftir að hafa undirritað hollustueið við Hitlers-Þýskaland. Trúsevíts komst í kynni við forstjóra eins stærsta brauðgerðarhúss borgarinnar, Kordik að nafni. Kordik þessi var af þýskum ættum og hafði því verið falið að stýra brauðverksmiðjunni. Hann var hins vegar gallharður fótboltaáhugamaður og fékk þá hugmynd að verksmiðjan myndi koma sér upp sínu eigin knattspyrnuliði. Trúsevíts var ráðinn til starfa sem ræstitæknir og honum falið að hafa uppi á gömlum liðsfélögum sínum. Smátt og smátt réð brauðgerðarhúsið til sín vænan hóp gamalla knattspyrnumanna, sem unnu sem verkamenn að degi til en æfðu fótbolta á kvöldin. Liðið bar alþjóðlegt heiti, Start.Sigur og refsing Knattspyrnukeppnin í Kænugarði hófst sumarið 1942 og fljótlega kom í ljós að bakarísverkamennirnir í Start báru höfuð og herðar yfir önnur lið. Rukh, félag samverkamanna nasista, reyndist engin fyrirstaða og Start sigraði 7:2. Skipti þar engu þótt leikmenn Rukh kæmu úthvíldir til leiks og í alvöru knattspyrnubúningum en leikmenn Start mættu dauðþreyttir úr vinnunni og spiluðu í vinnuskónum. Þýska hernámsliðið hafði á að skipa þokkalegum knattspyrnuflokki sem átti ekki í vandræðum með að sigra Rukh. Fyrir vikið vanmátu Þjóðverjarnir tötraklædda leikmenn Start, sem burstuðu þá 5:1. Í kjölfarið var í skyndi ákveðið að leika nýjan leik, til að leiðrétta mistökin. Það var viðureignin örlagaríka þann níunda ágúst. Start hafði 3:1 forystu í leikhléi. Þjóðverjarnir jöfnuðu í seinni hálfleik, en Start skoraði tvö síðustu mörkin og sigraði 5:3. Átta dögum síðar lék Start lokaleik sinn í mótinu og vann stórsigur. Daginn eftir mættu fulltrúar Gestapo í brauðverksmiðjuna, handtóku leikmennina og fluttu í fangabúðir. Fjórir voru drepnir, þar á meðal markvörðurinn Trúsevíts en flestum hinna tókst að flýja úr varðhaldi og leynast þar til þýskum yfirráðum lauk. Ætla mætti að þessi dramatíska saga hefði strax eftir stríðið komist á allra varir. Viðbrögð sovéskra stjórnvalda voru þó þau að þagga hana niður. Í hugum þeirra var hugmyndin um hugdjarfa fótboltamenn sem buðu nasistum birginn ekki endilega til marks um dirfsku, heldur fremur vísbending um óeðlilega samvinnu við hernámsliðið. Hvernig datt mönnunum í hug að spila fótbolta við nasista? Það var ekki fyrr en í lok sjötta áratugarins að sovéska kerfið áttaði sig á áróðursgildi sögunnar og farið var að hampa leikmönnunum sem hetjum. Í þeirri mynd varð frásögnin smátt og smátt safaríkari. Leikmennirnir voru sagðir hafa verið handteknir strax að leik loknum, liðinu hótað öllu illu í leikhléi, dómarinn hafi verið SS-foringi og hundum sigað á fagnandi áhorfendur. Eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur hafa þjóðernissinnaðir úkraínskir fræðimenn eytt talsverðri orku í að ráðast gegn ýmsu í viðtekinni söguskoðun, einkum varðandi ár seinni heimsstyrjaldarinnar. Hefur tilhneigingin verið sú að gera lítið úr sovéskri samstöðu á hernámsárunum. Sagan af örlögum leikmannanna í Start er því þyrnir í augum þeirra. Fyrir vikið hafa úkraínskir sagnfræðingar lagt sig fram um að benda á veilurnar í hefðbundnu sögunni um dauðaleikinn 1942: að Þjóðverjar hafi ekki verið viðkvæmir fyrir að tapa í íþróttum fyrir hernumdum þjóðum, að leikurinn hafi verið eðlilega dæmdur og að andrúmsloftið á vellinum hafi verið afslappað. Jafnframt leggja þeir mikla áherslu á að skýra að drápin á leikmönnunum hafi í raun verið ótengd úrslitunum og tengst öðrum hlutumHvað sem þessum vangaveltum líður, munu þó flestir vera sammála um að það sé engin goðgá að tengja saman þessa tvo atburði: að verkamenn í úkraínsku bakarísliði hafi lagt Þjóðverja að velli og að allt liðið sé handtekið rúmlega viku síðar. Og þótt hetjumyndin sem dregin hefur verið upp sé ef til vill aðeins of einföld, þá er það eiginlega alltaf raunin. Þannig fáum við líka bestu og skemmtilegustu Hollywood-myndirnar. Bíó og sjónvarp Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Íþróttamyndir eru sérstök undirgrein innan kvikmyndasögunnar og njóta sífellt vinsælda, þótt fæstar þeirra komist í hóp sígildra meistaraverka. Upp í hugann kemur þó Eldvagninn (Chariots of Fire) sem fjallaði um afrek tveggja hlaupagarpa á Ólympíuleikunum 1924. Árið 1982 varð hún fyrsta breska myndin um langt árabil til að hljóta Óskarsverðlaun. Bandaríkjamenn hafa gert fjölmargar eftirminnilegar myndir um vinsælustu hópíþróttir sínar á borð við hafnabolta, körfuknattleik, íshokkí og ruðning. Í samanburði við þá flóru alla, mynda þær fáu skikkanlegu ræmur sem gerðar hafa verið um knattspyrnuna, vinsælustu íþrótt í heimi, furðu rýran flokk. Í hópi þeirra bestu er myndin Escape to Victory eða Flótti til sigurs eins og hún nefndist í Laugarásbíói árið 1981. Það var stórleikstjórinn John Huston sem stýrði myndinni og var leikarahópurinn skringileg blanda af kunnum Hollywood-stjörnum, svo sem Sylvester Stallone, Michael Caine og Max von Sydow, en einnig gömlu fótboltakempunum Pelé og Bobby Moore. Myndin gerist á árum seinni heimsstyrjaldarinnar í fangabúðum þar sem Þjóðverjar halda hermönnum frá ýmsum löndum. Í hópnum er kunnur enskur knattspyrnukappi og út frá því kviknar sú hugmynd hjá stjórnendum þýska hersins að hafa sýningarleik milli stríðsfanganna og þýsks úrvalsliðs. Fangarnir láta til leiðast, enda ætla þeir að nota tækifærið til að flýja. Í ljós kemur að nasistar hyggjast nýta kappleikinn til að sýna fram á yfirburði hins aríska kynstofns. Liði fanganna er hótað öllu illu fyrir leikinn og dómarinn leyfir Þjóðverjunum að komast upp með hreinan fantaskap. Leikmennirnir láta þetta yfir sig ganga og áforma flótta um leynigöng úr búningsklefa sínum í leikhléi, en þegar á hólminn er komið verður sigurviljinn yfirsterkari. Þeir snúa aftur til leiks eftir hlé og vinna frægan sigur. Í leiðinni hrífa þeir með sér áhorfendur sem þyrpast inn á völlinn í leikslok og í ringulreiðinni sem myndast tekst leikmönnunum djörfu að leynast í mannfjöldanum og sleppa brott.Raunverulegar fyrirmyndir Gleðilegi endirinn var talsvert frábrugðinn niðurlagi ungversku kvikmyndarinnar Két félido a pokolban eða Tveir leikhlutar í helvíti frá árinu 1962, sem þó var fyrirmyndin að Flótta til sigurs. Sú saga var látin gerast í Ungverjalandi og knattspyrnukeppnin haldin í tilefni af afmæli Adolfs Hitler árið 1944. Ungversku leikmannanna bíður dauðadómur, en þeim er sagt að tapi þeir leiknum gætu þeir haldið lífi. Þeir láta ekki beygja sig og breyta stöðunni úr 1:3 í 4:3 sér í vil, en eru allir skotnir í leikslok. Þessi þunglyndislegi söguþráður var innblásinn af atburðum sem áttu sér stað í Úkraínu á árum seinni heimsstyrjaldar. Um er að ræða alræmdasta knattspyrnuleik allra tíma, þótt enn í dag sé hann bitbein sagnfræðinga. „Dauðaleikurinn“ nefnist atburður þessi í rússneskum sögubókum og átti sér stað í Kænugarði þann níunda ágúst árið 1942. Borgin var undir stjórn Þjóðverja sem lögðu hana undir sig haustið 1941. Þjóðverjar áttu sér ýmsa fylgjendur í Úkraínu, sem töldu stjórn nasista betri kost en kommúnistastjórnina í Moskvu. Margir fögnuðu því komu þýska hersins til Kænugarðs, en sú hrifning hvarf skjótt þegar harðstjórn þeirra og morðæði varð ljóst. Í fyrstu miðaðist öll stjórn Þjóðverja í Úkraínu við að styðja stríðsreksturinn. Allir vinnufærir menn voru skikkaðir til að vinna fyrir hernaðarvélina með einum eða öðrum hætti. Með tímanum ákvað hernámsstjórnin þó að reyna að vinna heimamenn á sitt band með ýmsum hætti, svo sem með því að draga úr matarskömmtun og leyfa á ný eitt og annað sem minnt gat á hefðbundna tilveru, þar á meðal að skipuleggja knattspyrnumót. Komið var á laggirnar deildarkeppni í Kænugarði með þátttöku liða frá hernámslöndunum en einnig heimamanna. Úkraínskir þjóðernissinnar og samverkamenn nasista stofnuðu félag og sönkuðu að sér leikmönnum. En það voru fleiri í borginni sem höfðu áhuga á fótbolta. Fyrir stríðið hafði Dynamo Kiev verið eitt öflugasta kapplið Úkraínu. Félagið hafði söguleg tengsl við sovésku leyniþjónustuna og var starfsemi þess því stranglega bönnuð. Fyrrverandi leikmenn félagsins voru tortryggðir af yfirvöldum og áttu erfitt með að fá vinnu. Í þeim hópi var Nikolai Trúsevíts, fyrrverandi markvörður Dynamo-liðsins, sem hafði verið handtekinn af Þjóðverjum fyrst eftir hernámið en sleppt úr haldi eftir að hafa undirritað hollustueið við Hitlers-Þýskaland. Trúsevíts komst í kynni við forstjóra eins stærsta brauðgerðarhúss borgarinnar, Kordik að nafni. Kordik þessi var af þýskum ættum og hafði því verið falið að stýra brauðverksmiðjunni. Hann var hins vegar gallharður fótboltaáhugamaður og fékk þá hugmynd að verksmiðjan myndi koma sér upp sínu eigin knattspyrnuliði. Trúsevíts var ráðinn til starfa sem ræstitæknir og honum falið að hafa uppi á gömlum liðsfélögum sínum. Smátt og smátt réð brauðgerðarhúsið til sín vænan hóp gamalla knattspyrnumanna, sem unnu sem verkamenn að degi til en æfðu fótbolta á kvöldin. Liðið bar alþjóðlegt heiti, Start.Sigur og refsing Knattspyrnukeppnin í Kænugarði hófst sumarið 1942 og fljótlega kom í ljós að bakarísverkamennirnir í Start báru höfuð og herðar yfir önnur lið. Rukh, félag samverkamanna nasista, reyndist engin fyrirstaða og Start sigraði 7:2. Skipti þar engu þótt leikmenn Rukh kæmu úthvíldir til leiks og í alvöru knattspyrnubúningum en leikmenn Start mættu dauðþreyttir úr vinnunni og spiluðu í vinnuskónum. Þýska hernámsliðið hafði á að skipa þokkalegum knattspyrnuflokki sem átti ekki í vandræðum með að sigra Rukh. Fyrir vikið vanmátu Þjóðverjarnir tötraklædda leikmenn Start, sem burstuðu þá 5:1. Í kjölfarið var í skyndi ákveðið að leika nýjan leik, til að leiðrétta mistökin. Það var viðureignin örlagaríka þann níunda ágúst. Start hafði 3:1 forystu í leikhléi. Þjóðverjarnir jöfnuðu í seinni hálfleik, en Start skoraði tvö síðustu mörkin og sigraði 5:3. Átta dögum síðar lék Start lokaleik sinn í mótinu og vann stórsigur. Daginn eftir mættu fulltrúar Gestapo í brauðverksmiðjuna, handtóku leikmennina og fluttu í fangabúðir. Fjórir voru drepnir, þar á meðal markvörðurinn Trúsevíts en flestum hinna tókst að flýja úr varðhaldi og leynast þar til þýskum yfirráðum lauk. Ætla mætti að þessi dramatíska saga hefði strax eftir stríðið komist á allra varir. Viðbrögð sovéskra stjórnvalda voru þó þau að þagga hana niður. Í hugum þeirra var hugmyndin um hugdjarfa fótboltamenn sem buðu nasistum birginn ekki endilega til marks um dirfsku, heldur fremur vísbending um óeðlilega samvinnu við hernámsliðið. Hvernig datt mönnunum í hug að spila fótbolta við nasista? Það var ekki fyrr en í lok sjötta áratugarins að sovéska kerfið áttaði sig á áróðursgildi sögunnar og farið var að hampa leikmönnunum sem hetjum. Í þeirri mynd varð frásögnin smátt og smátt safaríkari. Leikmennirnir voru sagðir hafa verið handteknir strax að leik loknum, liðinu hótað öllu illu í leikhléi, dómarinn hafi verið SS-foringi og hundum sigað á fagnandi áhorfendur. Eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur hafa þjóðernissinnaðir úkraínskir fræðimenn eytt talsverðri orku í að ráðast gegn ýmsu í viðtekinni söguskoðun, einkum varðandi ár seinni heimsstyrjaldarinnar. Hefur tilhneigingin verið sú að gera lítið úr sovéskri samstöðu á hernámsárunum. Sagan af örlögum leikmannanna í Start er því þyrnir í augum þeirra. Fyrir vikið hafa úkraínskir sagnfræðingar lagt sig fram um að benda á veilurnar í hefðbundnu sögunni um dauðaleikinn 1942: að Þjóðverjar hafi ekki verið viðkvæmir fyrir að tapa í íþróttum fyrir hernumdum þjóðum, að leikurinn hafi verið eðlilega dæmdur og að andrúmsloftið á vellinum hafi verið afslappað. Jafnframt leggja þeir mikla áherslu á að skýra að drápin á leikmönnunum hafi í raun verið ótengd úrslitunum og tengst öðrum hlutumHvað sem þessum vangaveltum líður, munu þó flestir vera sammála um að það sé engin goðgá að tengja saman þessa tvo atburði: að verkamenn í úkraínsku bakarísliði hafi lagt Þjóðverja að velli og að allt liðið sé handtekið rúmlega viku síðar. Og þótt hetjumyndin sem dregin hefur verið upp sé ef til vill aðeins of einföld, þá er það eiginlega alltaf raunin. Þannig fáum við líka bestu og skemmtilegustu Hollywood-myndirnar.
Bíó og sjónvarp Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira