Fótbolti

Kamerún í úrslitaleik Afríkukeppninnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Kamerún fagna sæti í úrslitaleiknum.
Leikmenn Kamerún fagna sæti í úrslitaleiknum. Vísir/AFP
Kamerún komst í kvöld í úrslitaleik Afríkukeppninnar eftir 2-0 sigur á Gana í seinni undanúrslitaleik keppninnar. Kamerúna mætir Egyptalandi í úrslitaleiknum á sunnudaginn kemur.

Michael Ngadeu-Ngadjui skoraði fyrra mark Kamerún á 72. mínútu og Christian Bassogog innsiglaði síðan sigurinn eftir skyndisókn á síðustu sekúndum leiksins.

Flestir bjuggust við að sjá Gana komast í úrslitaleikinn en skelfilegur varnarleikur í aukaspyrnu varð liðinu að falli.

Kamerún er þar með komið í sinn fyrsta úrslitaleik síðan 2008 þegar liðið mætti einmitt Egyptalandi og tapaði.

Kamerún vann síðast Afríkukeppnina árið 2002 en Kamerúnar hafa alls unnið hana fjórum sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×