Erlent

Heilsar hverjum nemenda með sérstöku handabandi

Samúel Karl Ólason skrifar
White segir að bæði hann og nemendurnir hafi gaman af þessu og það gefi þeim orku fyrir kennslustundina.
White segir að bæði hann og nemendurnir hafi gaman af þessu og það gefi þeim orku fyrir kennslustundina.
Kennarinn Barry White Jr. heilsar hverjum einasta nemenda sínum með frumlegum og oft á tíðum flóknum handaböndum. Nemendurnir raða sér fyrir utan skólastofuna og svo heilsar einn kennaranum í einu. White segir að bæði hann og nemendurnir hafi gaman af þessu og það gefi þeim orku fyrir kennslustundina.

Nemendur annarra bekkja hafa einnig viljað fá sitt eigið handaband.

„Ég byrjaði að gera þetta með einum nemenda í fjórða bekk í fyrra,“ segir White í samtali við ABC. „Hún beið eftir mér á hverjum morgni áður en hún fór í tíma. Hún lenti stundum í því að verða of sein þar sem hún var að bíða eftir handabandinu.“

Síðan fór hann að gera þetta með sífellt fleiri nemendum, en nemendurnir í bekknum hans eru allir með sitt eigið handaband. ABC birti myndband af honum heilsa nemendum sínum sem sjá má hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×