Enski boltinn

Aðeins Diego Costa og Zlatan hafa halað inn fleiri stigum fyrir sín lið en Gylfi Þór

Tóams Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er í hópi góðra manna.
Gylfi Þór Sigurðsson er í hópi góðra manna. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands og leikmaður Swansea, er þriðji mikilvægasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta ef tekið er mið af listanum yfir þá leikmenn sem hafa halað inn flestum stigum fyrir sín lið.

Sjá einnig:Gylfi er svanurinn sem flýgur hæst og heldur Swansea gangandi

Aðeins tveir af bestu framherjum heims, Diego Costa, leikmaður toppliðs Chelsea, og Zlatan Ibrahimovic, leikmaður Manchester United, eru fyrir ofan Gylfa Þór á þessum lista.

Diego Costa er búinn að skora og leggja upp samtals 20 mörk og hefur með því framlagi tryggt Chelsea 17 stig samkvæmt útreikningum ensku úrvalsdeildarinnar. Zlatan hefur með beinum hætti, mörkum eða stoðsendingum, komið að 17 mörkum og tryggt Manchester United 16 stig með því framlagi.

Gylfi Þór Sigurðsson er þriðji maðurinn á þessum lista en hann hefur komið með beinum hætti að fjórtán mörkum Swansea og hefur með þeim tryggt liðinu tólf af 28 stigum þess í úrvalsdeildinni.

Sjá einnig:Gylfi Þór og Adam Lallana í sérflokki þegar kemur að því að búa til mörk

Íslenski landsliðsmaðurinn er fyrir ofan stórstjörnur á borð við Alexis Sánchez hjá Arsenal og enska landsliðsframherjann Harry Kane hjá Tottenham sem eru í fjórða og fimmta sæti listans.

Gylfi Þór er ásamt Adam Lallana sá miðjumaður í deildinni sem skapar flest mörk allra í ensku úrvalsdeildinni en báðir hafa skorað sjö og lagt upp sjö og þannig komið með beinum hætti að fjórtán mörkum fyrir sín lið.

Hafnfirðingurinn hefur með beinum hætti komið að 50 prósent marka Swansea en til viðmiðs hefur Lallana „aðeins“ komið með beinum hætti að 27 prósent marka Liverpool sem er í allt annarri stöðu í deildinni en velska liðið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×