Erlent

Tillerson orðinn utanríkisráðherra Bandaríkjanna

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Rex Tillerson sór embættiseið í gærkvöldi.
Rex Tillerson sór embættiseið í gærkvöldi. vísir/afp
Rex Tillerson sór embættiseið sem utanríkisráðherra í gærkvöldi eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti tilnefningu hans. Tillerson, sem er 64 ára, er fyrrverandi stjórnarmaður og framkvæmdastjóri olíufyrirtækisins Exxon Mobil, og hefur aldrei gegnt opinberu embætti.

Tilnefning Tillerson var samþykkt með 56 atkvæðum gegn 43. Hún var mjög umdeild vegna tengsla Tillerson við Rússland en hann er sagður hafa átt í samstarfi við Vladimír Pútín Rússlandsforseta og fékk hann meðal annars sérstaka vináttuorðu Kreml-hallarinnar árið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×