Bandaríkin hafa oft áður lokað á heila hópa af fólki Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. febrúar 2017 10:00 Tilskipun Donald Trump til bandarískra stjórnvalda um innflytjendabann frá nokkrum múslimalöndum vakti strax afar hörð viðbrögð víða um heim. Efnt var til mótmæla í helstu borgum Bandaríkjanna, Evrópu og víðar. Mörgum blöskrar að múslimum sérstaklega sé meinað að koma til Bandaríkjanna. Þá er sagt stangast á við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna að neita alfarið að taka við flóttafólki, jafnvel þótt bannið eigi að vera tímabundið. Orðalag tilskipunarinnar er óljóst þannig að túlkunarmöguleikar eru margir. Þetta hefur skapað ringulreiðá flugvöllum og landamærastöðvum. Mörg mál tengd banninu hafa farið fyrir dómstóla sem þurfa svo sinn tíma til að skoða hina lagalegu hlið. Þetta er samt ekki í fyrsta sinn sem Bandaríkin loka landamærunum fyrir tilteknum hópum fólks. Meðal þeirra hópa sem orðið hafa fyrir slíku eru Kínverjar, anarkistar, gyðingar, kommúnistar, Íranar og HIV-smitaðir einstaklingar. Jafnvel betlarar og flogaveikt fólk var um tíma í þessari stöðu. Nú er röðin sem sagt komin að múslimum frá Írak, Íran, Jemen, Líbíu, Sómalíu, Súdan og Sýrlandi. Hér á síðunni er saga sambærilegra aðgerða bandarískra stjórnvalda skoðuð og meðal annars stuðst við samantekt á fréttavef sjónvarpsstöðvarinnar Al Jazeera.1882 - Kínverjar og verkafólk almenntChester A. Arthur var forseti Bandaríkjanna þegar ákveðið var að banna verkafólki almennt, bæði ómenntuðu verkafólki og iðnmenntuðu, að koma til Bandaríkjanna næstu tíu árin. Sérstaklega var tekið fram að þetta bann næði til kínverskra námuverkamanna. Tilefnið var mikið atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Almenningur taldi Kínverjana taka vinnu frá heimafólki.1903 - Anarkistar, betlarar, flogaveikt fólk og menn sem flytja inn vændiskonurTheodore Roosevelt var forseti þegar ákveðið var að banna anarkistum, eða stjórnleysingjum, að koma til Bandaríkjanna. Anarkistum var mjög uppsigað við ríkisvald í hvaða mynd sem er og áratugina á undan höfðu stjórnleysingjar staðið að hryðjuverkum víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Til dæmis var William McKinley Bandaríkjaforseti myrtur árið 1901 í nafni anarkismans.Í leiðinni var ákveðið að flogaveikt fólk, betlarar og menn sem flyttu inn vændiskonur fengju ekki heldur að koma til Bandaríkjanna. Talið var að þjóðfélaginu stæði ógn af þessum hópum fólks.1939 - Gyðingar á flótta undan nasistumFranklin D. Roosevelt var nýorðinn forseti Bandaríkjanna þegar Adolf Hitler var kosinn til valda í Þýskalandi í lok janúar 1933. Innan fárra ára tóku gyðingar að flýja frá Þýskalandi og kusu margir að fara til Bandaríkjanna.Roosevelt taldi að þessi flóttamannastraumur gæti reynst Bandaríkjunum hættulegur, og vísaði þar sérstaklega til þess að meðal flóttafólksins gætu leynst njósnarar á vegum nasista. Hann ákvað því að takmarka verulega þann fjölda gyðinga sem fengi að flytja til Bandaríkjanna. Fjölmörgum var vísað frá og urðu örlög þeirra margra að láta lífið í útrýmingarbúðum nasista.1950 - KommúnistarHarry Truman forseti var andvígur því að banna kommúnistum að koma til Bandríkjanna. Bandaríkjaþing setti engu að síður lög sem bönnuðu þeim, sem voru skráðir í kommúnistaflokk, að flytja til landsins. Truman sagði þessi lög vera mannréttindakafla bandarísku stjórnarskrárinnar til háðungar.1980 - ÍranarJimmy Carter var forseti Bandaríkjanna árið 1979 þegar Íranar gerðu byltingu gegn Mohammad Reza Pahlavi keisara, sem hafði notið stuðnings Bandaríkjanna. Byltingarleiðtoginn var Ruhollah Khomeini erkiklerkur sem síðan varð æðsti leiðtogi Írans. Síðar þetta sama ár réðust íranskir námsmenn inn í bandaríska sendiráðið í Teheran og tóku þar tugi manns í gíslingu. Þetta varð til þess að Bandaríkin ákváðu að slíta öll stjórnmálatengsl við Íran og banna jafnframt Írönum að koma til Bandaríkjanna.1987 - HIV-smitaðirRonald Reagan var forseti þegar alnæmisfaraldurinn braust út í Bandaríkjunum og víðar um heim. Lítið var vitað um HIV-veiruna í fyrstu og fordómar fóru á flug þegar í ljós kom að smitleiðirnar tengdust gjarnan kynlífi og að samkynhneigðir karlmenn væru í meiri hættu en aðrir. Ekki dró það úr fordómunum að uppruna veirunnar væri líklega að finna í Afríku. Stjórn Reagans brást við með því að banna HIV-smituðum einstaklingum að koma til Bandaríkjanna.Donald Trump.Nordicphotos/AFP2017 - Múslimar frá Írak, Íran, Jemen, Líbíu, Sómalíu, Súdan og Sýrlandi.Donald Trump er nýtekinn við sem forseti og lætur það verða meðal fyrstu verka sinna að banna fólki frá sjö múslimalöndum að koma til Bandaríkjanna. Bannið gildir í 90 daga fyrir fólk frá Írak, Íran, Jemen, Líbíu, Sómalíu, Súdan og Sýrlandi. Eftir það taka við nýjar reglur sem eiga að vera tilbúnar þegar fresturinn rennur út. Þá verður ekki tekið við flóttafólki í 120 daga og sýrlenskir flóttamenn eru óvelkomnir þangað til annað verður tilkynnt. Sérstaklega er samt tekið fram að sýrlenskir flóttamenn séu velkomnir ef þeir eru ekki múslimar. Þetta ákvæði er orðað þannig að fólk sem tilheyrir trúarlegum minnihlutahópum í Sýrlandi er undanþegið banninu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Flóttamenn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Tilskipun Donald Trump til bandarískra stjórnvalda um innflytjendabann frá nokkrum múslimalöndum vakti strax afar hörð viðbrögð víða um heim. Efnt var til mótmæla í helstu borgum Bandaríkjanna, Evrópu og víðar. Mörgum blöskrar að múslimum sérstaklega sé meinað að koma til Bandaríkjanna. Þá er sagt stangast á við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna að neita alfarið að taka við flóttafólki, jafnvel þótt bannið eigi að vera tímabundið. Orðalag tilskipunarinnar er óljóst þannig að túlkunarmöguleikar eru margir. Þetta hefur skapað ringulreiðá flugvöllum og landamærastöðvum. Mörg mál tengd banninu hafa farið fyrir dómstóla sem þurfa svo sinn tíma til að skoða hina lagalegu hlið. Þetta er samt ekki í fyrsta sinn sem Bandaríkin loka landamærunum fyrir tilteknum hópum fólks. Meðal þeirra hópa sem orðið hafa fyrir slíku eru Kínverjar, anarkistar, gyðingar, kommúnistar, Íranar og HIV-smitaðir einstaklingar. Jafnvel betlarar og flogaveikt fólk var um tíma í þessari stöðu. Nú er röðin sem sagt komin að múslimum frá Írak, Íran, Jemen, Líbíu, Sómalíu, Súdan og Sýrlandi. Hér á síðunni er saga sambærilegra aðgerða bandarískra stjórnvalda skoðuð og meðal annars stuðst við samantekt á fréttavef sjónvarpsstöðvarinnar Al Jazeera.1882 - Kínverjar og verkafólk almenntChester A. Arthur var forseti Bandaríkjanna þegar ákveðið var að banna verkafólki almennt, bæði ómenntuðu verkafólki og iðnmenntuðu, að koma til Bandaríkjanna næstu tíu árin. Sérstaklega var tekið fram að þetta bann næði til kínverskra námuverkamanna. Tilefnið var mikið atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Almenningur taldi Kínverjana taka vinnu frá heimafólki.1903 - Anarkistar, betlarar, flogaveikt fólk og menn sem flytja inn vændiskonurTheodore Roosevelt var forseti þegar ákveðið var að banna anarkistum, eða stjórnleysingjum, að koma til Bandaríkjanna. Anarkistum var mjög uppsigað við ríkisvald í hvaða mynd sem er og áratugina á undan höfðu stjórnleysingjar staðið að hryðjuverkum víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Til dæmis var William McKinley Bandaríkjaforseti myrtur árið 1901 í nafni anarkismans.Í leiðinni var ákveðið að flogaveikt fólk, betlarar og menn sem flyttu inn vændiskonur fengju ekki heldur að koma til Bandaríkjanna. Talið var að þjóðfélaginu stæði ógn af þessum hópum fólks.1939 - Gyðingar á flótta undan nasistumFranklin D. Roosevelt var nýorðinn forseti Bandaríkjanna þegar Adolf Hitler var kosinn til valda í Þýskalandi í lok janúar 1933. Innan fárra ára tóku gyðingar að flýja frá Þýskalandi og kusu margir að fara til Bandaríkjanna.Roosevelt taldi að þessi flóttamannastraumur gæti reynst Bandaríkjunum hættulegur, og vísaði þar sérstaklega til þess að meðal flóttafólksins gætu leynst njósnarar á vegum nasista. Hann ákvað því að takmarka verulega þann fjölda gyðinga sem fengi að flytja til Bandaríkjanna. Fjölmörgum var vísað frá og urðu örlög þeirra margra að láta lífið í útrýmingarbúðum nasista.1950 - KommúnistarHarry Truman forseti var andvígur því að banna kommúnistum að koma til Bandríkjanna. Bandaríkjaþing setti engu að síður lög sem bönnuðu þeim, sem voru skráðir í kommúnistaflokk, að flytja til landsins. Truman sagði þessi lög vera mannréttindakafla bandarísku stjórnarskrárinnar til háðungar.1980 - ÍranarJimmy Carter var forseti Bandaríkjanna árið 1979 þegar Íranar gerðu byltingu gegn Mohammad Reza Pahlavi keisara, sem hafði notið stuðnings Bandaríkjanna. Byltingarleiðtoginn var Ruhollah Khomeini erkiklerkur sem síðan varð æðsti leiðtogi Írans. Síðar þetta sama ár réðust íranskir námsmenn inn í bandaríska sendiráðið í Teheran og tóku þar tugi manns í gíslingu. Þetta varð til þess að Bandaríkin ákváðu að slíta öll stjórnmálatengsl við Íran og banna jafnframt Írönum að koma til Bandaríkjanna.1987 - HIV-smitaðirRonald Reagan var forseti þegar alnæmisfaraldurinn braust út í Bandaríkjunum og víðar um heim. Lítið var vitað um HIV-veiruna í fyrstu og fordómar fóru á flug þegar í ljós kom að smitleiðirnar tengdust gjarnan kynlífi og að samkynhneigðir karlmenn væru í meiri hættu en aðrir. Ekki dró það úr fordómunum að uppruna veirunnar væri líklega að finna í Afríku. Stjórn Reagans brást við með því að banna HIV-smituðum einstaklingum að koma til Bandaríkjanna.Donald Trump.Nordicphotos/AFP2017 - Múslimar frá Írak, Íran, Jemen, Líbíu, Sómalíu, Súdan og Sýrlandi.Donald Trump er nýtekinn við sem forseti og lætur það verða meðal fyrstu verka sinna að banna fólki frá sjö múslimalöndum að koma til Bandaríkjanna. Bannið gildir í 90 daga fyrir fólk frá Írak, Íran, Jemen, Líbíu, Sómalíu, Súdan og Sýrlandi. Eftir það taka við nýjar reglur sem eiga að vera tilbúnar þegar fresturinn rennur út. Þá verður ekki tekið við flóttafólki í 120 daga og sýrlenskir flóttamenn eru óvelkomnir þangað til annað verður tilkynnt. Sérstaklega er samt tekið fram að sýrlenskir flóttamenn séu velkomnir ef þeir eru ekki múslimar. Þetta ákvæði er orðað þannig að fólk sem tilheyrir trúarlegum minnihlutahópum í Sýrlandi er undanþegið banninu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Flóttamenn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira