Tómas birtir myndir frá göngum Landspítalans: „Þröngt mega sjúkir liggja“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. febrúar 2017 15:38 Myndin er samsett. Vísir/Tómas Guðbjartsson/Pjetur „Einhver sagði mér í morgun að ástandið á spítalanum væri slæmt,“ skrifar Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir á Landspítalanum á Facebook-síðu sína í dag. Þar birtir hann myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á spítalanum. „Þröngt mega sjúkir liggja,“ skrifar Tómas og bendir á að ástandið á spítalanum hafi verið slæmt síðustu vikur sem og vikurnar þar á undan. Færslan er áþekk annarri færslu Tómasar sem hann birti fyrir jól. Þar gagnrýndi hann yfirvöld harðlega og benti á að gangainnlagnir væru meinsemd í íslenska heilbrigðiskerfinu. Á myndunum sem fylgja með færslunni, og sjá má hér að neðan, má sjá hvernig sjúklingum er komið fyrir í borðstofum, setustofum og göngum á flestum leigudeildum Landspítalans við Hringbraut. „Borðstofa með sjúkrarúmi. Eini kosturinn við þessa stofu er að hún er með risastórum sjónvarpsskjá sem er hugsaður fyrir sjúklinga sem ekki eru rúmfastir og geta tyllt sér í borðstofuna,“ skrifar Tómas við eina myndina þar sem sjá má hvernig búið er að koma fyrir sjúklingi í borðstofu.Orðið stofulæknir fái nýja merkingu Eftir færslu Tómasar í desember skapaðist töluverð umræða um ástandið á Landspítalanum. Landlæknir sagði í kjölfarið að ástandið á spítalanum væri í raun „ekki mjög slæmt“ en að ekki væri ásættanlegt að fólk liggi á göngum. Þá sakaði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Tómas um að hafa sviðsett myndirnar sem fylgdu færslunni. Því vísaði Tómas alfarið á bug.Enn virðist Tómas þó bíða eftir því að ástandið verði lagað en í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar var því heitið að heilbrigðismál yrðu sett í forgang.„Tíminn líður og ekkert gerist. Bráðum fer maður að taka sér titilinn ganga-yfirlæknir" og orðið „stofulæknir“ fær nýja merkingu.“ Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Konan er fundin Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Sjá meira
„Einhver sagði mér í morgun að ástandið á spítalanum væri slæmt,“ skrifar Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir á Landspítalanum á Facebook-síðu sína í dag. Þar birtir hann myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á spítalanum. „Þröngt mega sjúkir liggja,“ skrifar Tómas og bendir á að ástandið á spítalanum hafi verið slæmt síðustu vikur sem og vikurnar þar á undan. Færslan er áþekk annarri færslu Tómasar sem hann birti fyrir jól. Þar gagnrýndi hann yfirvöld harðlega og benti á að gangainnlagnir væru meinsemd í íslenska heilbrigðiskerfinu. Á myndunum sem fylgja með færslunni, og sjá má hér að neðan, má sjá hvernig sjúklingum er komið fyrir í borðstofum, setustofum og göngum á flestum leigudeildum Landspítalans við Hringbraut. „Borðstofa með sjúkrarúmi. Eini kosturinn við þessa stofu er að hún er með risastórum sjónvarpsskjá sem er hugsaður fyrir sjúklinga sem ekki eru rúmfastir og geta tyllt sér í borðstofuna,“ skrifar Tómas við eina myndina þar sem sjá má hvernig búið er að koma fyrir sjúklingi í borðstofu.Orðið stofulæknir fái nýja merkingu Eftir færslu Tómasar í desember skapaðist töluverð umræða um ástandið á Landspítalanum. Landlæknir sagði í kjölfarið að ástandið á spítalanum væri í raun „ekki mjög slæmt“ en að ekki væri ásættanlegt að fólk liggi á göngum. Þá sakaði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Tómas um að hafa sviðsett myndirnar sem fylgdu færslunni. Því vísaði Tómas alfarið á bug.Enn virðist Tómas þó bíða eftir því að ástandið verði lagað en í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar var því heitið að heilbrigðismál yrðu sett í forgang.„Tíminn líður og ekkert gerist. Bráðum fer maður að taka sér titilinn ganga-yfirlæknir" og orðið „stofulæknir“ fær nýja merkingu.“
Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Konan er fundin Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Sjá meira