Tómas birtir myndir frá göngum Landspítalans: „Þröngt mega sjúkir liggja“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. febrúar 2017 15:38 Myndin er samsett. Vísir/Tómas Guðbjartsson/Pjetur „Einhver sagði mér í morgun að ástandið á spítalanum væri slæmt,“ skrifar Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir á Landspítalanum á Facebook-síðu sína í dag. Þar birtir hann myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á spítalanum. „Þröngt mega sjúkir liggja,“ skrifar Tómas og bendir á að ástandið á spítalanum hafi verið slæmt síðustu vikur sem og vikurnar þar á undan. Færslan er áþekk annarri færslu Tómasar sem hann birti fyrir jól. Þar gagnrýndi hann yfirvöld harðlega og benti á að gangainnlagnir væru meinsemd í íslenska heilbrigðiskerfinu. Á myndunum sem fylgja með færslunni, og sjá má hér að neðan, má sjá hvernig sjúklingum er komið fyrir í borðstofum, setustofum og göngum á flestum leigudeildum Landspítalans við Hringbraut. „Borðstofa með sjúkrarúmi. Eini kosturinn við þessa stofu er að hún er með risastórum sjónvarpsskjá sem er hugsaður fyrir sjúklinga sem ekki eru rúmfastir og geta tyllt sér í borðstofuna,“ skrifar Tómas við eina myndina þar sem sjá má hvernig búið er að koma fyrir sjúklingi í borðstofu.Orðið stofulæknir fái nýja merkingu Eftir færslu Tómasar í desember skapaðist töluverð umræða um ástandið á Landspítalanum. Landlæknir sagði í kjölfarið að ástandið á spítalanum væri í raun „ekki mjög slæmt“ en að ekki væri ásættanlegt að fólk liggi á göngum. Þá sakaði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Tómas um að hafa sviðsett myndirnar sem fylgdu færslunni. Því vísaði Tómas alfarið á bug.Enn virðist Tómas þó bíða eftir því að ástandið verði lagað en í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar var því heitið að heilbrigðismál yrðu sett í forgang.„Tíminn líður og ekkert gerist. Bráðum fer maður að taka sér titilinn ganga-yfirlæknir" og orðið „stofulæknir“ fær nýja merkingu.“ Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
„Einhver sagði mér í morgun að ástandið á spítalanum væri slæmt,“ skrifar Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir á Landspítalanum á Facebook-síðu sína í dag. Þar birtir hann myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á spítalanum. „Þröngt mega sjúkir liggja,“ skrifar Tómas og bendir á að ástandið á spítalanum hafi verið slæmt síðustu vikur sem og vikurnar þar á undan. Færslan er áþekk annarri færslu Tómasar sem hann birti fyrir jól. Þar gagnrýndi hann yfirvöld harðlega og benti á að gangainnlagnir væru meinsemd í íslenska heilbrigðiskerfinu. Á myndunum sem fylgja með færslunni, og sjá má hér að neðan, má sjá hvernig sjúklingum er komið fyrir í borðstofum, setustofum og göngum á flestum leigudeildum Landspítalans við Hringbraut. „Borðstofa með sjúkrarúmi. Eini kosturinn við þessa stofu er að hún er með risastórum sjónvarpsskjá sem er hugsaður fyrir sjúklinga sem ekki eru rúmfastir og geta tyllt sér í borðstofuna,“ skrifar Tómas við eina myndina þar sem sjá má hvernig búið er að koma fyrir sjúklingi í borðstofu.Orðið stofulæknir fái nýja merkingu Eftir færslu Tómasar í desember skapaðist töluverð umræða um ástandið á Landspítalanum. Landlæknir sagði í kjölfarið að ástandið á spítalanum væri í raun „ekki mjög slæmt“ en að ekki væri ásættanlegt að fólk liggi á göngum. Þá sakaði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Tómas um að hafa sviðsett myndirnar sem fylgdu færslunni. Því vísaði Tómas alfarið á bug.Enn virðist Tómas þó bíða eftir því að ástandið verði lagað en í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar var því heitið að heilbrigðismál yrðu sett í forgang.„Tíminn líður og ekkert gerist. Bráðum fer maður að taka sér titilinn ganga-yfirlæknir" og orðið „stofulæknir“ fær nýja merkingu.“
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira