Heimir: Skrifað í skýin að Ísland og Noregur mætist í næstu undankeppni Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. febrúar 2017 12:08 Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, vissi ekki af því að Lars Lagerbäck, hans gamli samstarfsmaður hjá íslenska liðinu, var að fara að taka við Noregi eins og raunin er. Lars, sem hætti að þjálfa Ísland eftir Evrópumótið síðasta sumar, gerði þriggja ára samning við norska sambandið. Hann hefur undanfarna mánuði starfað sem ráðgjafi sænska landsliðsins.Sjá einnig:Twitter um Lars og nýja starfið: „Eins og þegar kærastan dömpar þér og hoppar beint í fangið á öðrum“ „Ég vissi ekki af þessu en þetta kom mér ekki á óvart. Ég vissi að honum fannst gaman að vera með sænska liðinu og hann var búinn að fá þá afslöppun sem hann þurfti og þá hvíld sem hann þurfti,“ segir Heimir í samtali við Vísi. Lars sagði frá ákvörðun sinni að hann myndi ekki endurnýja samning sinn við KSÍ á blaðamannafundi í Laugardalnum 9. maí í fyrra. Hann sagðist þá vera of gamall og hann vildi fara að eyða meiri tíma með fjölskyldunni. „Ég get svo sem ekkert sagt um þetta. Þetta er bara hans útgáfa og hans ástæða fyir því að hætta. Ég hef ekkert út á það að setja. Ég er bara mest svekktur yfir því að hann gat ekki haldið áfram lengur með okkur,“ segir Heimir. Noregur er í svipaðri stöðu og íslenska landsliðið þegar Lars tók við því árið 2011. Þá var Ísland í sögulegri lægð eins og Noregur núna en Norðamenn eru í 84. sæti heimslistans, tveimur sætum á eftir Færeyjum og aðeins með þrjú stig í undankeppni HM 2018.Sjá einnig:Lars: Fyrst Ísland gat þetta þá getur Noregur það | Myndband „Þetta er spennandi verkefni. Ég segi það kannski óábyrgt því ég veit ekki hvernig staðan er innan norska sambandsins en Norðmenn líta út fyrir að eiga meira inni. Það er megn óánægja með gengi liðsins. Ef einhver getur lagað gengi Noregs er það Lars. Við óskum honum bara velfarnaðar í þessu starfi,“ segir Heimir, en verður ekki sérstök stund ef þeir mætast á fótboltavellinum sem þjálfarar sitthvors liðsins? „Við Helgi [Kolviðsson, aðstoðarþjálfari Íslands] vorum einmitt að tala um það, að það er núna skrifað í skýin að Ísland og Noregur mætist í undankeppni Evrópumótsins,“ segir Heimir Hallgrímsson. Fótbolti Tengdar fréttir Lars: Fyrst Ísland gat þetta þá getur Noregur það | Myndband Lars Lagerbäck ætlar að spila eins með norska landsliðið og hann gerði með það íslenska. 1. febrúar 2017 11:42 Lars Lagerbäck nýr landsliðsþjálfari Noregs Sá sænski hvergi nærri hættur. 1. febrúar 2017 11:13 Twitter um Lars og nýja starfið: „Eins og þegar kærastan dömpar þér og hoppar beint í fangið á öðrum“ Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er Lars Lagerbäck nýr þjálfari norska karlalandsliðsins í fótbolta. Lars skrifaði undir þriggja ára samning við norska knattspyrnusambandið. 1. febrúar 2017 11:45 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, vissi ekki af því að Lars Lagerbäck, hans gamli samstarfsmaður hjá íslenska liðinu, var að fara að taka við Noregi eins og raunin er. Lars, sem hætti að þjálfa Ísland eftir Evrópumótið síðasta sumar, gerði þriggja ára samning við norska sambandið. Hann hefur undanfarna mánuði starfað sem ráðgjafi sænska landsliðsins.Sjá einnig:Twitter um Lars og nýja starfið: „Eins og þegar kærastan dömpar þér og hoppar beint í fangið á öðrum“ „Ég vissi ekki af þessu en þetta kom mér ekki á óvart. Ég vissi að honum fannst gaman að vera með sænska liðinu og hann var búinn að fá þá afslöppun sem hann þurfti og þá hvíld sem hann þurfti,“ segir Heimir í samtali við Vísi. Lars sagði frá ákvörðun sinni að hann myndi ekki endurnýja samning sinn við KSÍ á blaðamannafundi í Laugardalnum 9. maí í fyrra. Hann sagðist þá vera of gamall og hann vildi fara að eyða meiri tíma með fjölskyldunni. „Ég get svo sem ekkert sagt um þetta. Þetta er bara hans útgáfa og hans ástæða fyir því að hætta. Ég hef ekkert út á það að setja. Ég er bara mest svekktur yfir því að hann gat ekki haldið áfram lengur með okkur,“ segir Heimir. Noregur er í svipaðri stöðu og íslenska landsliðið þegar Lars tók við því árið 2011. Þá var Ísland í sögulegri lægð eins og Noregur núna en Norðamenn eru í 84. sæti heimslistans, tveimur sætum á eftir Færeyjum og aðeins með þrjú stig í undankeppni HM 2018.Sjá einnig:Lars: Fyrst Ísland gat þetta þá getur Noregur það | Myndband „Þetta er spennandi verkefni. Ég segi það kannski óábyrgt því ég veit ekki hvernig staðan er innan norska sambandsins en Norðmenn líta út fyrir að eiga meira inni. Það er megn óánægja með gengi liðsins. Ef einhver getur lagað gengi Noregs er það Lars. Við óskum honum bara velfarnaðar í þessu starfi,“ segir Heimir, en verður ekki sérstök stund ef þeir mætast á fótboltavellinum sem þjálfarar sitthvors liðsins? „Við Helgi [Kolviðsson, aðstoðarþjálfari Íslands] vorum einmitt að tala um það, að það er núna skrifað í skýin að Ísland og Noregur mætist í undankeppni Evrópumótsins,“ segir Heimir Hallgrímsson.
Fótbolti Tengdar fréttir Lars: Fyrst Ísland gat þetta þá getur Noregur það | Myndband Lars Lagerbäck ætlar að spila eins með norska landsliðið og hann gerði með það íslenska. 1. febrúar 2017 11:42 Lars Lagerbäck nýr landsliðsþjálfari Noregs Sá sænski hvergi nærri hættur. 1. febrúar 2017 11:13 Twitter um Lars og nýja starfið: „Eins og þegar kærastan dömpar þér og hoppar beint í fangið á öðrum“ Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er Lars Lagerbäck nýr þjálfari norska karlalandsliðsins í fótbolta. Lars skrifaði undir þriggja ára samning við norska knattspyrnusambandið. 1. febrúar 2017 11:45 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Sjá meira
Lars: Fyrst Ísland gat þetta þá getur Noregur það | Myndband Lars Lagerbäck ætlar að spila eins með norska landsliðið og hann gerði með það íslenska. 1. febrúar 2017 11:42
Twitter um Lars og nýja starfið: „Eins og þegar kærastan dömpar þér og hoppar beint í fangið á öðrum“ Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er Lars Lagerbäck nýr þjálfari norska karlalandsliðsins í fótbolta. Lars skrifaði undir þriggja ára samning við norska knattspyrnusambandið. 1. febrúar 2017 11:45