Tíu marka maður í fjórða landinu á fjórum árum Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. febrúar 2017 06:00 Viðar Örn Kjartansson skoraði tvö mörk fyrir Maccabi Tel Aviv þegar liðið gerði jafntefli við Hólmar Örn Eyjólfsson og félaga í Maccabi Haifa, 2-2, í ísraelsku úrvalsdeildinni í fótbolta í fyrradag. Það verður seint sagt að þessi mörk Viðars Arnar hafi komið á óvart því síðan í Pepsi-deildinni 2013 þegar hann skaust upp á stjörnuhimininn hefur hann ekki gert neitt annað en að skora. Mörkin hans tvö á mánudaginn voru mörk númer níu og tíu í ísraelsku úrvalsdeildinni en það tók hann aðeins 17 leiki að skora þessi tíu mörk. Hann er nú búinn að skora tíu mörk í fjórum deildum í fjórum löndum; Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Ísrael.Nálægt tíu í fimmta landinu Eftir að skora þrettán mörk í 22 leikjum í Pepsi-deildinni fékk Viðar Örn tækifæri í Noregi þar sem hann sannaði sig sem alvöru markaskorari. Hann spilaði aðeins eina leiktíð í norsku úrvalsdeildinni en varð þar markakóngur með 25 mörk í 29 leikjum. Ævinýraþráin greip um sig þegar kínverska liðið Jiangsu Sainty gerði honum tilboð sem hann gat ekki hafnað. Í Kína var Viðar Örn grátlega nálægt því að skora tíu mörk en hann setti níu mörk í 28 leikjum. Þar skoraði Viðar mark á 230 mínútna fresti sem er hans langversti árangur síðan hann byrjaði að raða inn í efstu deild árið 2013. Sé litið á heildarfjölda marka í öllum keppnum má fullyrða að Viðar Örn hafi skorað tíu mörk að lágmarki í fimm löndum en ekki fjórum því Selfyssingurinn bætti við fjórum mörkum fyrir Jiangsu Sainty í kínverska bikarnum sem liðið vann.Tveir erfiðir kaflar Viðar Örn byrjaði ekki vel með Malmö í Svíþjóð og heillaði ekki beint stuðningsmenn í fyrstu leikjunum. En þegar stíflan brast gerði hún það með látum. Viðar skoraði á endanum fjórtán mörk í 19 leikjum fyrir sænska stórliðið þrátt fyrir að spila aðeins hálfa leiktíðina. Hann hafnaði meira að segja í 2.-3. sæti markalistans og hjálpaði Malmö að verða meistari. Líf framherjans getur verið erfitt eins og Viðar Örn fékk aftur að kynnast í Ísrael. Þar gekk hann í gegnum mánuð án þess að skora. Liðið var heldur ekkert að skora og þjálfarinn rekinn en þar sem Viðar var keyptur fyrir metupphæð til Maccabi var skuldinni skellt að stórum hluta á hann. „Það var þvílík pressa á okkur og stuðningsmennirnir voru á móti okkur. Þetta endaði með því að þjálfarinn var rekinn. Fjölmiðlarnir á svæðinu kenndu mér um þetta allt saman. Þetta var nú samt þannig að í þessum leikjum fékk ég varla færi. Þetta var bara í hausnum á okkur en undanfarið hefur þetta lagast og við erum farnir að vinna leiki aftur,“ sagði Viðar í samtali við íþróttadeild á dögunum. Tíunda markið er komið í hús í fjórða landinu og nú er bara að sjá hvort Viðar verði markakóngur í öðru landinu en hann er aðeins einu marki á eftir efsta manni og nóg eftir af deildinni.Viðar tíu marka maður í fjórða (fimmta) landinu á ferlinum:FylkirPepsi-deildin á Íslandi 2013 - 13 mörk í 22 leikjum - 18 mörk í deild og bikar - 1. til 3. sæti á markalistanum Skoraði á 152 mínútna fresti Skoraði í 55 prósent leikjanna 1 tvenna Engin þrennaVålerengaNorska úrvalsdeildin 2014 - 25 mörk í 29 leikjum - 31 mark í deild og bikar - Markakóngur Skoraði á 104 mínútna fresti Skoraði í 55 prósent leikjanna 4 tvennur 2 þrennurJiangsu SaintyKínverska deildin 2015 - 9 mörk í 28 leikjum - 13 mörk í deild og bikar - 17. til 20. sæti á markalistanum Skoraði á 230 mínútna fresti Skoraði í 32 prósent leikjanna Engin tvenna Engin þrennaMalmö FFSænska úrvalsdeildin 2016 - 14 mörk í 19 leikjum - 17 mörk í deild og bikar - 2. til 3. sæti á markalistanum Skoraði á 113 mínútna fresti Skoraði í 47 prósent leikjanna 1 tvenna 2 þrennurMaccabi Tel AvivÍsraelska deildin 2016/17 - 10 mörk í 17 leikjum - 13 mörk í deild og bikar - 2. til 3. sæti á markalistanum Skorar á 132 mínútna fresti Skorar í 41 prósent leikjanna 3 tvennur Engin þrenna Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson skoraði tvö mörk fyrir Maccabi Tel Aviv þegar liðið gerði jafntefli við Hólmar Örn Eyjólfsson og félaga í Maccabi Haifa, 2-2, í ísraelsku úrvalsdeildinni í fótbolta í fyrradag. Það verður seint sagt að þessi mörk Viðars Arnar hafi komið á óvart því síðan í Pepsi-deildinni 2013 þegar hann skaust upp á stjörnuhimininn hefur hann ekki gert neitt annað en að skora. Mörkin hans tvö á mánudaginn voru mörk númer níu og tíu í ísraelsku úrvalsdeildinni en það tók hann aðeins 17 leiki að skora þessi tíu mörk. Hann er nú búinn að skora tíu mörk í fjórum deildum í fjórum löndum; Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Ísrael.Nálægt tíu í fimmta landinu Eftir að skora þrettán mörk í 22 leikjum í Pepsi-deildinni fékk Viðar Örn tækifæri í Noregi þar sem hann sannaði sig sem alvöru markaskorari. Hann spilaði aðeins eina leiktíð í norsku úrvalsdeildinni en varð þar markakóngur með 25 mörk í 29 leikjum. Ævinýraþráin greip um sig þegar kínverska liðið Jiangsu Sainty gerði honum tilboð sem hann gat ekki hafnað. Í Kína var Viðar Örn grátlega nálægt því að skora tíu mörk en hann setti níu mörk í 28 leikjum. Þar skoraði Viðar mark á 230 mínútna fresti sem er hans langversti árangur síðan hann byrjaði að raða inn í efstu deild árið 2013. Sé litið á heildarfjölda marka í öllum keppnum má fullyrða að Viðar Örn hafi skorað tíu mörk að lágmarki í fimm löndum en ekki fjórum því Selfyssingurinn bætti við fjórum mörkum fyrir Jiangsu Sainty í kínverska bikarnum sem liðið vann.Tveir erfiðir kaflar Viðar Örn byrjaði ekki vel með Malmö í Svíþjóð og heillaði ekki beint stuðningsmenn í fyrstu leikjunum. En þegar stíflan brast gerði hún það með látum. Viðar skoraði á endanum fjórtán mörk í 19 leikjum fyrir sænska stórliðið þrátt fyrir að spila aðeins hálfa leiktíðina. Hann hafnaði meira að segja í 2.-3. sæti markalistans og hjálpaði Malmö að verða meistari. Líf framherjans getur verið erfitt eins og Viðar Örn fékk aftur að kynnast í Ísrael. Þar gekk hann í gegnum mánuð án þess að skora. Liðið var heldur ekkert að skora og þjálfarinn rekinn en þar sem Viðar var keyptur fyrir metupphæð til Maccabi var skuldinni skellt að stórum hluta á hann. „Það var þvílík pressa á okkur og stuðningsmennirnir voru á móti okkur. Þetta endaði með því að þjálfarinn var rekinn. Fjölmiðlarnir á svæðinu kenndu mér um þetta allt saman. Þetta var nú samt þannig að í þessum leikjum fékk ég varla færi. Þetta var bara í hausnum á okkur en undanfarið hefur þetta lagast og við erum farnir að vinna leiki aftur,“ sagði Viðar í samtali við íþróttadeild á dögunum. Tíunda markið er komið í hús í fjórða landinu og nú er bara að sjá hvort Viðar verði markakóngur í öðru landinu en hann er aðeins einu marki á eftir efsta manni og nóg eftir af deildinni.Viðar tíu marka maður í fjórða (fimmta) landinu á ferlinum:FylkirPepsi-deildin á Íslandi 2013 - 13 mörk í 22 leikjum - 18 mörk í deild og bikar - 1. til 3. sæti á markalistanum Skoraði á 152 mínútna fresti Skoraði í 55 prósent leikjanna 1 tvenna Engin þrennaVålerengaNorska úrvalsdeildin 2014 - 25 mörk í 29 leikjum - 31 mark í deild og bikar - Markakóngur Skoraði á 104 mínútna fresti Skoraði í 55 prósent leikjanna 4 tvennur 2 þrennurJiangsu SaintyKínverska deildin 2015 - 9 mörk í 28 leikjum - 13 mörk í deild og bikar - 17. til 20. sæti á markalistanum Skoraði á 230 mínútna fresti Skoraði í 32 prósent leikjanna Engin tvenna Engin þrennaMalmö FFSænska úrvalsdeildin 2016 - 14 mörk í 19 leikjum - 17 mörk í deild og bikar - 2. til 3. sæti á markalistanum Skoraði á 113 mínútna fresti Skoraði í 47 prósent leikjanna 1 tvenna 2 þrennurMaccabi Tel AvivÍsraelska deildin 2016/17 - 10 mörk í 17 leikjum - 13 mörk í deild og bikar - 2. til 3. sæti á markalistanum Skorar á 132 mínútna fresti Skorar í 41 prósent leikjanna 3 tvennur Engin þrenna
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Sjá meira