Unga kynslóðin tengir við þetta flóð upplýsinga og mynda Magnús Guðmundsson skrifar 18. febrúar 2017 09:30 Danielle Kvaran sýningarstjóri fyrir framan verk Errós á sýningunni Því meira, því fegurra. Visir/Anton Brink Erró fæddist í Ólafsvík árið 1932, lærði myndlist í Handíða- og myndlistarskólanum en innritaðist í listaakademíuna í Ósló aðeins tvítugur að aldri. Tveimur árum síðar hélt hann til Ítalíu, stundaði nám við listaakademíuna í Flórens og einnig í Ravenna. Erró fluttist til Parísar í Frakklandi árið 1958. Erró er fyrir margt löngu orðinn Íslendingum öllum kunnur enda ferill hans með eindæmum glæsilegur. Árið 1989 gaf Erró Reykjavíkurborg stórt safn verka sinna, um tvö þúsund talsins en safnið hefur vaxið jafnt og þétt og eru listaverkin nú um fjögur þúsund. Safnið er í varðveislu Listasafns Reykjavíkur sem hefur með nokkuð reglubundnum sýningum leitast við að gefa sem besta mynd af fjölbreyttum áherslum í verkum listamannsins.Söfnuð ofgnótt í dag verður opnuð í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur sýning á verkum Errós undir yfirskriftinni: Því meira, því fegurra. Sýningarstjóri er Danielle Kvaran og hún segir að meginþema sýningarinnar að þessu sinni sé ofgnótt mynda og smáatriða innan hverrar myndar í verkum Errós. „Ég valdi þrjátíu verk úr þessu mikla safni sem sýna vel þennan tiltekna þátt í list Errós. Elsta verkið er frá 1950 og það sýnir vel þessa löngun og þörf fyrir að fylla myndflötinn. En svo eru það skreytimyndirnar sem sýna okkur hvað best þessa tilhneigingu hjá honum sem listamanni.“ Danielle segir að þessi ofgnótt í myndfletinum sé eitt sterkasta einkennið á Erró og það séu fáir ef nokkrir samtímamenn hans sem nálgist þetta með svipuðum hætti. „Erró býr yfir svo einstaklega sterkri tilhneigingu til þess að safna myndum héðan og þaðan og nýta þær svo til þess að búa til sínar klippimyndir. Þetta eru myndir sem hann hefur safnað á ferðum sínum, úr ýmsum áttum og margar eru úr dagblöðum og tímaritum. Þær endurspegla allt mannlega litrófið, hvort sem það lýtur að stjórnmálum eða samfélagi, er sögulegt, vísindalegt, menningartengt eða erótískt. Þetta myndasafn er svo hið sjónræna burðarvirki í margbrotnum verkum Errós.“ Danielle segir að þessi ofgnótt snúist einnig um ofgnóttina af verkum Errós. „Hann hefur skapað þúsundir verka og ver löngum stundum í vinnustofu sinni við að klippa, setja saman, teikna, mála og vinna við bækur. Hann hefur einnig fjöldaframleitt hluta verka sinna, einkum myndir og leirmuni, sem gera verk hans aðgengileg bæði frá sjónrænu og fjárhagslegu sjónarmiði.“Verk eftir Erró. Odelscape, 1982-1983, olíualkýð á striga.Gagnrýnin ofhleðsla Annað af einkennum Errós er hversu pólitískur hann er í sínum verkum og Danielle segir að þetta tvennt sé vissulega tengt. „Verk Errós eru oft hans svar við okkar mikla fjölmiðla- og neyslusamfélagi með allri sinni ofhleðslu og áreiti sem fylgir. Eins og flestir popplistamenn er Erró upptekinn af neyslu- og fjölmiðladrifnu samfélagi. En með því að beita samsöfnun og mettun hefur hann fundið upp frumlegt sjónrænt tungumál sem afhjúpar og gagnrýnir gangverkið í nútímasamfélagi. Strax í fyrstu verkunum sást hrifning hans á ofhlöðnum og yfirmettuðum ímyndum, sem leiddi hann að listamönnum á borð við Tintoretto, Rubens og Bosch. Bandaríski heimspekingurinn Arthur Danto bjó meira að segja til hugtakið popp-barokk til þess að lýsa verkum Errós. Í verkum hans er þannig oft að finna ákveðna kaldhæðni og jafnframt samfélagslega gagnrýni sem ætti að vekja okkur til umhugsunar. Svo hefur hann einnig gert þessar pólitísku myndir sem eru byggðar á myndum sem hann hefur safnað að sér og eru tengdar pólitík, tónlist og mörgu fleiru en samsetningin skapar þessu nýja og áhrifaríka merkingu. Í elstu myndinni sem við erum með á sýningunni má strax sjá þessa þörf eða löngun til þess að takast á við og jafnvel gagnrýna samtímann, þannig að þetta leiðarstef í verkum listamannsins er svo sannarlega til staðar á þessari sýningu. “Höfðar til samtímans Listasafn Reykjavíkur sýnir verk Errós nokkuð reglulega og Danielle er á því að aðgengi að þessum verkum sé ákaflega mikilvægt fyrir samfélagið. „Okkar samtími er þannig. Internetið og allir þessir nýju miðlar eru í raun þannig að eðli að þörfin fyrir verk Errós hefur kannski aldrei verið meiri. Við finnum líka ákaflega vel á þessum sýningum að þessi verk höfða mjög mikið til yngri kynslóðanna. Þrátt fyrir það að hann sé að nota tækni og aðferðir sem hann hefur verið að vinna með og þróa síðustu sextíu árin þá er það þess eðlis að í þeim er ákveðinn skyldleiki við það sem yngri kynslóðir eru að fást við í gegnum netið og tækni á hverjum degi í sínu lífi. Þannig að ég held einmitt að þessar ungu kynslóðir tengi sterklega við þetta flóð upplýsinga og mynda, eins og er að finna í verkum Errós, einmitt vegna þess að það hefur aldrei verið fyrirferðarmeira í daglegu lífi.“ Danielle hlær nú við spurningunni um það hvort að yfirskriftina Því meira, því fegurra, megi túlka sem manifesto af hálfu Errós en segir að það sé kannski ekki fjarri lagi. „Þegar ég kynnti þessa yfirskrift fyrir Errró þá var hann að minnsta kosti sáttur. Svo hugsaði hann sig aðeins um og bætti við: „Tómleiki er ljótur.“ Þannig að það má eflaust segja að þetta sé ágætis lýsing á hugmyndum hans um listina.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. febrúar. Menning Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Erró fæddist í Ólafsvík árið 1932, lærði myndlist í Handíða- og myndlistarskólanum en innritaðist í listaakademíuna í Ósló aðeins tvítugur að aldri. Tveimur árum síðar hélt hann til Ítalíu, stundaði nám við listaakademíuna í Flórens og einnig í Ravenna. Erró fluttist til Parísar í Frakklandi árið 1958. Erró er fyrir margt löngu orðinn Íslendingum öllum kunnur enda ferill hans með eindæmum glæsilegur. Árið 1989 gaf Erró Reykjavíkurborg stórt safn verka sinna, um tvö þúsund talsins en safnið hefur vaxið jafnt og þétt og eru listaverkin nú um fjögur þúsund. Safnið er í varðveislu Listasafns Reykjavíkur sem hefur með nokkuð reglubundnum sýningum leitast við að gefa sem besta mynd af fjölbreyttum áherslum í verkum listamannsins.Söfnuð ofgnótt í dag verður opnuð í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur sýning á verkum Errós undir yfirskriftinni: Því meira, því fegurra. Sýningarstjóri er Danielle Kvaran og hún segir að meginþema sýningarinnar að þessu sinni sé ofgnótt mynda og smáatriða innan hverrar myndar í verkum Errós. „Ég valdi þrjátíu verk úr þessu mikla safni sem sýna vel þennan tiltekna þátt í list Errós. Elsta verkið er frá 1950 og það sýnir vel þessa löngun og þörf fyrir að fylla myndflötinn. En svo eru það skreytimyndirnar sem sýna okkur hvað best þessa tilhneigingu hjá honum sem listamanni.“ Danielle segir að þessi ofgnótt í myndfletinum sé eitt sterkasta einkennið á Erró og það séu fáir ef nokkrir samtímamenn hans sem nálgist þetta með svipuðum hætti. „Erró býr yfir svo einstaklega sterkri tilhneigingu til þess að safna myndum héðan og þaðan og nýta þær svo til þess að búa til sínar klippimyndir. Þetta eru myndir sem hann hefur safnað á ferðum sínum, úr ýmsum áttum og margar eru úr dagblöðum og tímaritum. Þær endurspegla allt mannlega litrófið, hvort sem það lýtur að stjórnmálum eða samfélagi, er sögulegt, vísindalegt, menningartengt eða erótískt. Þetta myndasafn er svo hið sjónræna burðarvirki í margbrotnum verkum Errós.“ Danielle segir að þessi ofgnótt snúist einnig um ofgnóttina af verkum Errós. „Hann hefur skapað þúsundir verka og ver löngum stundum í vinnustofu sinni við að klippa, setja saman, teikna, mála og vinna við bækur. Hann hefur einnig fjöldaframleitt hluta verka sinna, einkum myndir og leirmuni, sem gera verk hans aðgengileg bæði frá sjónrænu og fjárhagslegu sjónarmiði.“Verk eftir Erró. Odelscape, 1982-1983, olíualkýð á striga.Gagnrýnin ofhleðsla Annað af einkennum Errós er hversu pólitískur hann er í sínum verkum og Danielle segir að þetta tvennt sé vissulega tengt. „Verk Errós eru oft hans svar við okkar mikla fjölmiðla- og neyslusamfélagi með allri sinni ofhleðslu og áreiti sem fylgir. Eins og flestir popplistamenn er Erró upptekinn af neyslu- og fjölmiðladrifnu samfélagi. En með því að beita samsöfnun og mettun hefur hann fundið upp frumlegt sjónrænt tungumál sem afhjúpar og gagnrýnir gangverkið í nútímasamfélagi. Strax í fyrstu verkunum sást hrifning hans á ofhlöðnum og yfirmettuðum ímyndum, sem leiddi hann að listamönnum á borð við Tintoretto, Rubens og Bosch. Bandaríski heimspekingurinn Arthur Danto bjó meira að segja til hugtakið popp-barokk til þess að lýsa verkum Errós. Í verkum hans er þannig oft að finna ákveðna kaldhæðni og jafnframt samfélagslega gagnrýni sem ætti að vekja okkur til umhugsunar. Svo hefur hann einnig gert þessar pólitísku myndir sem eru byggðar á myndum sem hann hefur safnað að sér og eru tengdar pólitík, tónlist og mörgu fleiru en samsetningin skapar þessu nýja og áhrifaríka merkingu. Í elstu myndinni sem við erum með á sýningunni má strax sjá þessa þörf eða löngun til þess að takast á við og jafnvel gagnrýna samtímann, þannig að þetta leiðarstef í verkum listamannsins er svo sannarlega til staðar á þessari sýningu. “Höfðar til samtímans Listasafn Reykjavíkur sýnir verk Errós nokkuð reglulega og Danielle er á því að aðgengi að þessum verkum sé ákaflega mikilvægt fyrir samfélagið. „Okkar samtími er þannig. Internetið og allir þessir nýju miðlar eru í raun þannig að eðli að þörfin fyrir verk Errós hefur kannski aldrei verið meiri. Við finnum líka ákaflega vel á þessum sýningum að þessi verk höfða mjög mikið til yngri kynslóðanna. Þrátt fyrir það að hann sé að nota tækni og aðferðir sem hann hefur verið að vinna með og þróa síðustu sextíu árin þá er það þess eðlis að í þeim er ákveðinn skyldleiki við það sem yngri kynslóðir eru að fást við í gegnum netið og tækni á hverjum degi í sínu lífi. Þannig að ég held einmitt að þessar ungu kynslóðir tengi sterklega við þetta flóð upplýsinga og mynda, eins og er að finna í verkum Errós, einmitt vegna þess að það hefur aldrei verið fyrirferðarmeira í daglegu lífi.“ Danielle hlær nú við spurningunni um það hvort að yfirskriftina Því meira, því fegurra, megi túlka sem manifesto af hálfu Errós en segir að það sé kannski ekki fjarri lagi. „Þegar ég kynnti þessa yfirskrift fyrir Errró þá var hann að minnsta kosti sáttur. Svo hugsaði hann sig aðeins um og bætti við: „Tómleiki er ljótur.“ Þannig að það má eflaust segja að þetta sé ágætis lýsing á hugmyndum hans um listina.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. febrúar.
Menning Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira