Ólafía Þórunn þurfti heldur betur að hafa fyrir því að komast í gegnum niðurskurðinn og dugði ekkert minna en fuglar á síðustu tveimur holunum til þess að komast áfram.
Það tókst með glæsibrag enda vippaði hún ofan í 18. holuna. Pressa hvað?
Það skal því engan undra að það hafi verið létt yfir henni og kylfusveini hennar, Guðlaugi frænda, eftir hringinn er þau brustu í dans og söng sem má sjá hér að neðan.