Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Gunnar Nelson og Jón Viðar um bardagann og nýjan Mjölni

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Gunnar Nelson og Jón Viðar Arnþórsson mæta í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Gunnar Nelson mætir Bandaríkjamanninum og bardagakappanum Alan Jouban þann 18. mars næstkomandi í hringnum  - þannig er aðeins rúmur mánuður til stefnu.

Gunnar stendur einnig í stórræðum hér heima, en íþróttafélagið Mjölnir sem hann hefur átt mikinn þátt í að byggja upp og stofnaði, ásamt Jóni Viðari, opnar nú um helgina í gömlu Keiluhöllinni. Síðasta æfingin í gamla húsnæðinu, best þekkt sem Loftkastalinn, var í gær og sótti hana mikill fjöldi.

Ljóst er að fyrir löngu varð algjör sprenging í iðkun blandaðra bardagalista hér á landi. Sportið hefur þó löngum verið nokkuð umdeilt og margir lýst andúð sinni á íþróttinni, m.a. sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason.

Jón Viðar og Gunnar ræða bardagann á næsta leyti, bardagalistir, Mjölni og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, sem hefjast, að vanda, á slaginu 18.30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×