Erlent

Tugir látnir eftir sprengjuárás í Bagdad

atli ísleifsson skrifar
Árásin er þriðja mannskæða sprengjuárásin í borginni á jafnmörgum dögum.
Árásin er þriðja mannskæða sprengjuárásin í borginni á jafnmörgum dögum. Vísir/AFP
Að minnsta kosti 48 eru látnir eftir að bílsprengja sprakk í suðurhluta íröksku höfuðborgarinnar Bagdad í dag. Fimmtíu manns til viðbótar særðust.

Bíllinn á að hafa verið sprengdur í loft upp á götu þar sem er að finna fjölda verkstæða og bílasala.

Árásin er þriðja mannskæða sprengjuárásin í borginni á jafnmörgum dögum.

Fimmtán manns féllu og á sjötta tug manna særðust í sjálfsvígssprengjuárás í hverfinu Sadr í Bagdad í gær. Síðastliðinn þriðjudag féllu fjórir í sambærilegri árás.

Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa nú þegar lýst yfir ábyrgð á árásinni, en árásum samtakanna í Bagdad hefur fjölgað mikið á síðustu mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×