Erlent

64 ára kona eignast tvíbura á Spáni

atli ísleifsson skrifar
Skjáskot úr myndbandi sjúkrahússins.
Skjáskot úr myndbandi sjúkrahússins.
64 ára kona eignaðist á dögunum tvíbura – dreng og stúlku – í borginni Burgos á Norður-Spáni.

Tvíburarnir komu í heiminn eftir keisaraskurð á Recoletas sjúkrahúsinu. Spænskir fjölmiðlar greina frá því að konan hafi gengist undir frjósemismeðferð í Bandaríkjunum en sjúkrahúsið hefur birt myndband á heimasíðu sinni úr fæðingarstofunni.

Árið 2012 fæddi konan stúlku sem barnaverndaryfirvöld tóku síðar af henni þar sem óttast var um velferð barnsins. Sögðu starfsmenn yfirvalda að stúlkan hafi alist upp í einangrun og lélegt hreinlæti.

Enn á eftir að taka ákvörðun um hvað verði gert við tvíbura konunnar. Drengurinn fæddist 2,4 kíló að þyngd og systir hans 2,2 kíló.

El Pais greinir frá því að á síðustu árum hafi tvær spænskar konur á sjötugsaldri eignast heilbrigð börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×