Erlent

Hundruðum fjölskyldna gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda

atli ísleifsson skrifar
Eldarnir blossuðu upp á tveimur aðskildum stöðum á mánudag en á örstuttum tíma jókst eldhafið og eru nú orðið eitt og samfellt og nær yfir 1.800 hektara skóglendis.
Eldarnir blossuðu upp á tveimur aðskildum stöðum á mánudag en á örstuttum tíma jókst eldhafið og eru nú orðið eitt og samfellt og nær yfir 1.800 hektara skóglendis. Vísir/AFP
Miklir skógareldar brenna nú í grennd við nýsjálensku borgina Christchurch og hefur hundruðum fjölskyldna verið gert að yfirgefa heimili sín.

Þá hefur herinn í Nýja-Sjálandi verið kallaður út til að aðstoða við slökkvistarfið og ellefu heimili hafa nú þegar brunnið til kaldra kola.

Á þriðjudag fórst þyrluflugmaður úr hernum þegar hann var að aðstoða við slökkvistarfið og þyrla hans hrapaði.

Eldarnir blossuðu upp á tveimur aðskildum stöðum á mánudag en á örstuttum tíma jókst eldhafið og eru nú orðið eitt og samfellt og nær yfir 1.800 hektara skóglendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×