Kári Stefánsson: Heimskulegt að lögbinda kynjahlutfall í störfum Ólöf Skaftadóttir skrifar 15. febrúar 2017 13:36 Ragnhildur, Kári og Edda. „Ef við horfum á minn vinnustað þá erum við að vissu leyti stofnun í hagnýtri stærðfræði. Við erum alltaf að leita að tengslum milli breytanleika í röðum níturbasa í erfðamengi og breytanleika í svipgerð mannsins. Í þeirri leit notum við tölfræði og tölfræðideildin er næstum eingöngu skipuð karlmönnum þar sem sjálfsagt flestir starfsmenn uppfylla greiningarskilyrði fyrir asperger heilkenni. Það heilkenni er tíu sinnum algengara hjá körlum en konum og því virðist vera auðveldara að finna þá hæfileika sem þarf í starfið meðal karla en kvenna. Við höfum átt í erfiðleikum með að finna konur í störf innan tölfræðideildarinnar og ég held að það sé næstum því alfarið út af muninum á kven- og karlheilanum. Við sitjum því uppi með karlana,” segir Kári Stefánsson í nýrri bók Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur og Eddu Hermannsdóttur, Forystuþjóð – þar sem rætt er við yfir valinkunna Íslendinga um skoðanir þeirra á jafnréttismálum.Enga hugmynd um kynjahlutföll „Hér hjá fyrirtækinu eru hinsvegar miklu fleiri konur þegar kemur að vinnu í líffræðinni sjálfri. Annars hef ég ekki minnstu hugmynd um hvernig kynjahlutföllin eru í mínu fyrirtæki því mér er alveg sama hvert kynið er þegar ég ræð fólk í vinnu. Ég er þó sammála því að það ríki kynjamisrétti í samfélaginu. Mér er hinsvegar ekki alveg ljóst hvað við eigum að gera til að breyta þessu en ég held að það sé vafasamt að lögbinda kynjahlutföll í störfum. Mér finnst það heimskulegt. Mér finnst líka óskynsamlegt að setja lög um samsetningu stjórna fyrirtækja. Allar þvinganir vinna endanlega gegn upphaflegum tilgangi.” Kári segist hafa velt því fyrir sér hvað séu mikilvæg störf. „Þá finnst mér móðurhlutverkið og hlutverk leikskólakennara og kennara almennt vera eitt það mikilvægasta. Það virðist vera auðveldara að finna hæfileikaríkar konur til að sinna þessum störfum og ég held að það sé líffræðileg ástæða fyrir því. Þróunarfræðilega séð hefur konan þurft að vera ábyrg fyrir því barni sem hún ber.” Kári er einn af ríflega þrjátíu viðmælendum í bókinni sem allir hafa misjafnar skoðanir á jafnréttismálum. Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason segist þannig engar sérstakar áhyggjur hafa af því að konur ryðjist með sín réttindi, yfir hans forréttindi. Laufey Rún Ketilsdóttir, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir til að mynda góðar hugmyndir kynlausar og gefur lítið fyrir misrétti milli kynja.Kvennaskeið að hefjast Þá fullyrðir fyrrverandi forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir að kvennaskeið sé að hefjast – það sé ekki hafið, en við séum á þröskuldinum. Við ræðum margar hliðar jafnréttismála á opinskáan hátt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld – m.a. við höfunda Forystuþjóðar, Eddu Hermannsdóttur hjá Íslandsbanka og Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, dagskrárgerðarmann.Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18.30, að vanda. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
„Ef við horfum á minn vinnustað þá erum við að vissu leyti stofnun í hagnýtri stærðfræði. Við erum alltaf að leita að tengslum milli breytanleika í röðum níturbasa í erfðamengi og breytanleika í svipgerð mannsins. Í þeirri leit notum við tölfræði og tölfræðideildin er næstum eingöngu skipuð karlmönnum þar sem sjálfsagt flestir starfsmenn uppfylla greiningarskilyrði fyrir asperger heilkenni. Það heilkenni er tíu sinnum algengara hjá körlum en konum og því virðist vera auðveldara að finna þá hæfileika sem þarf í starfið meðal karla en kvenna. Við höfum átt í erfiðleikum með að finna konur í störf innan tölfræðideildarinnar og ég held að það sé næstum því alfarið út af muninum á kven- og karlheilanum. Við sitjum því uppi með karlana,” segir Kári Stefánsson í nýrri bók Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur og Eddu Hermannsdóttur, Forystuþjóð – þar sem rætt er við yfir valinkunna Íslendinga um skoðanir þeirra á jafnréttismálum.Enga hugmynd um kynjahlutföll „Hér hjá fyrirtækinu eru hinsvegar miklu fleiri konur þegar kemur að vinnu í líffræðinni sjálfri. Annars hef ég ekki minnstu hugmynd um hvernig kynjahlutföllin eru í mínu fyrirtæki því mér er alveg sama hvert kynið er þegar ég ræð fólk í vinnu. Ég er þó sammála því að það ríki kynjamisrétti í samfélaginu. Mér er hinsvegar ekki alveg ljóst hvað við eigum að gera til að breyta þessu en ég held að það sé vafasamt að lögbinda kynjahlutföll í störfum. Mér finnst það heimskulegt. Mér finnst líka óskynsamlegt að setja lög um samsetningu stjórna fyrirtækja. Allar þvinganir vinna endanlega gegn upphaflegum tilgangi.” Kári segist hafa velt því fyrir sér hvað séu mikilvæg störf. „Þá finnst mér móðurhlutverkið og hlutverk leikskólakennara og kennara almennt vera eitt það mikilvægasta. Það virðist vera auðveldara að finna hæfileikaríkar konur til að sinna þessum störfum og ég held að það sé líffræðileg ástæða fyrir því. Þróunarfræðilega séð hefur konan þurft að vera ábyrg fyrir því barni sem hún ber.” Kári er einn af ríflega þrjátíu viðmælendum í bókinni sem allir hafa misjafnar skoðanir á jafnréttismálum. Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason segist þannig engar sérstakar áhyggjur hafa af því að konur ryðjist með sín réttindi, yfir hans forréttindi. Laufey Rún Ketilsdóttir, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir til að mynda góðar hugmyndir kynlausar og gefur lítið fyrir misrétti milli kynja.Kvennaskeið að hefjast Þá fullyrðir fyrrverandi forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir að kvennaskeið sé að hefjast – það sé ekki hafið, en við séum á þröskuldinum. Við ræðum margar hliðar jafnréttismála á opinskáan hátt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld – m.a. við höfunda Forystuþjóðar, Eddu Hermannsdóttur hjá Íslandsbanka og Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, dagskrárgerðarmann.Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18.30, að vanda.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira