Erlent

Lavrov og Tillerson funda í Bonn á morgun

atli ísleifsson skrifar
Rex Tillerson og Sergei Lavrov.
Rex Tillerson og Sergei Lavrov. Vísir/AFP
Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands munu funda í þýsku borginni Bonn á morgun samkvæmt upplýsingum frá rússneska utanríkisráðuneytinu.

Þetta verður í fyrsta sinn sem þeir Rex Tillerson og Sergei Lavrov munu funda.

„Búið er að finna tíma fyrir fund með herra Tillerson utanríkisráðherra og er verið að undirbúa hann,“ segir talskonan Maria Zacharova í samtali við rússneska fjölmiðla.

Þeir Lavrov og Tillerson eru báðir í Bonn til að taka þátt í fundi utanríkisráðherra G20-ríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×