Erlent

Kvarta undan ágengni rússneskra flugmanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Rússnesk herþota af gerðinni Su-24.
Rússnesk herþota af gerðinni Su-24. Vísir/AFP
Talsmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu segir rússneska flugmenn hafa hegðað sér ófagmannlega og á óöruggan hátt í Svartahafinu í dag. Danny Hernandez segir herþotum hafa þrisvar sinnum verið flogið nærri tundurspillinum USS Porter. Þá hafi flugmenn ekki svarað fyrirspurnum áhafnar tundurspillsins.

Um er að ræða þrjú tilvik þar sem tveiomur Su-24 þotum var flogið að Porter, svo var annarri Su-24 flogið að skipinu og IL-38 var svo seinna flogið að því.

„Atvik sem þessi eru áhyggjuefni því þau geta leitt til slysa eða misreiknings,“ segir Hernandez við Reuters.

Einhverjum af herþotunum var flogið nærri skipinu í lítilli hæð. Samkvæmt heimildum Reuters var þotunum flogið í um 90 metra hæð í um 200 metra fjarlægð frá USS Porter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×