Trump ítrekar að að „rangt“ fólk fái ekki að koma til Bandaríkjanna Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2017 19:30 Þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump forseta Bandaríkjanna sagði af sér í gærkvöldi, eftir að hafa logið til um samtal við sendiherra Rússlands í Washington áður en Trump tók við embætti. Í samtalinu ræddi hann meðal annars um að slaka á refsiaðgerðum Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Ólíklegt er að málið sé þar með úr sögunni og miklar líkur á að Bandaríkjaþing muni rannsaka hegðun þjóðaröryggisráðgjafans frekar. Það gengur mikið á innan ríkisstjórnar Donald Trump á fyrstu vikum hans í embætti. Þjóðarleiðtogar streyma á hans fund en í gær kom Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada í heimsókn til forsetans og í dag mætti Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels til Washington til að eiga fund með forsetanum á morgun. Það var eftir því tekið við komu Trudeau í Hvíta húsið í gær að hann lét Trump ekki komast upp með að toga til sín hönd hans þegar þeir heilsuðust, eins og Trump er tampt að gera. Trudeau greip þéttingsfast í með vinstri hönd í öxl forsetans og hélt fast á móti þegar þeir tókust í hendur. En áður en Tump var kosinn lét Trudeau ýmislegt flakka um hann og hugmyndir hans um að reisa vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Á sameiginlegum fundi með fréttamönnum ítrekaði Trum stefnu sína varðandi landamæri Bandaríkjanna. „Á heimavígstöðvunum verðum við að setja upp landamæri. Við verðum að hleypa fólki sem elskar landið okkar inn og ég vil gera það. Við viljum hafa stórar, fallegar, opnar dyr og við viljum að fólk komi til landsins okkar, en við megum ekki hleypa röngu fólki inn og ég mun ekki leyfa að það gerist á meðan þessi stjórn situr við völd,“ sagði Trump. Justin Trudeau lýsti andstöðu sinni við hugmyndir Trumps um vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó á meðan á kosningabaráttunni um forsetaembættið stóð, en klæddi gagnrýni sína mildari klæðum á fréttamannafundinum með forsetanum. „Stundum hefur okkur greint á í viðhorfum okkar og það hefur alltaf átt sér stað af festu og virðingu. Það síðasta sem Kanadamenn ætlast til er að ég komi og lesi yfir öðrum þjóðum um hvernig þær kjósa að stjórna. Hlutverk mitt og ábyrgð er að halda áfram að stjórna á þann hátt sem endurspeglar viðhorf Kanadamanna og vera jákvætt fordæmi í heiminum,“ sagði Trudeau. En Trump á ekki bara í vandræðum með nágranna sína. Michael Flynn þjóðaröryggisráðgjafi forsetans neyddist til að segja af sér í gærkvöldi vegna símtals sem hann átti við sendiherra Rússlands í Washington áður en Trump tók við embætti. Í fyrstu þrætti Flynn fyrir símtalið og gaf síðan varaforsetanum rangar upplýsingar um efni símtalsins. En stórblöðin vestra birtu upplýsingar sem sanna að hann ræddi um að slaka á refsiaðgerðum gegn Rússlandi sem Obama stjórnin setti eftir að upp komst um afskipti Rússa af kosningabaráttu Tump og Hillary Clinton. Í dag skipaði Trump svo Keith Kellogg fyrrverandi hershöfðingja til bráðabirgða í stöðu þjóðaröryggisráðgjafa. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump forseta Bandaríkjanna sagði af sér í gærkvöldi, eftir að hafa logið til um samtal við sendiherra Rússlands í Washington áður en Trump tók við embætti. Í samtalinu ræddi hann meðal annars um að slaka á refsiaðgerðum Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Ólíklegt er að málið sé þar með úr sögunni og miklar líkur á að Bandaríkjaþing muni rannsaka hegðun þjóðaröryggisráðgjafans frekar. Það gengur mikið á innan ríkisstjórnar Donald Trump á fyrstu vikum hans í embætti. Þjóðarleiðtogar streyma á hans fund en í gær kom Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada í heimsókn til forsetans og í dag mætti Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels til Washington til að eiga fund með forsetanum á morgun. Það var eftir því tekið við komu Trudeau í Hvíta húsið í gær að hann lét Trump ekki komast upp með að toga til sín hönd hans þegar þeir heilsuðust, eins og Trump er tampt að gera. Trudeau greip þéttingsfast í með vinstri hönd í öxl forsetans og hélt fast á móti þegar þeir tókust í hendur. En áður en Tump var kosinn lét Trudeau ýmislegt flakka um hann og hugmyndir hans um að reisa vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Á sameiginlegum fundi með fréttamönnum ítrekaði Trum stefnu sína varðandi landamæri Bandaríkjanna. „Á heimavígstöðvunum verðum við að setja upp landamæri. Við verðum að hleypa fólki sem elskar landið okkar inn og ég vil gera það. Við viljum hafa stórar, fallegar, opnar dyr og við viljum að fólk komi til landsins okkar, en við megum ekki hleypa röngu fólki inn og ég mun ekki leyfa að það gerist á meðan þessi stjórn situr við völd,“ sagði Trump. Justin Trudeau lýsti andstöðu sinni við hugmyndir Trumps um vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó á meðan á kosningabaráttunni um forsetaembættið stóð, en klæddi gagnrýni sína mildari klæðum á fréttamannafundinum með forsetanum. „Stundum hefur okkur greint á í viðhorfum okkar og það hefur alltaf átt sér stað af festu og virðingu. Það síðasta sem Kanadamenn ætlast til er að ég komi og lesi yfir öðrum þjóðum um hvernig þær kjósa að stjórna. Hlutverk mitt og ábyrgð er að halda áfram að stjórna á þann hátt sem endurspeglar viðhorf Kanadamanna og vera jákvætt fordæmi í heiminum,“ sagði Trudeau. En Trump á ekki bara í vandræðum með nágranna sína. Michael Flynn þjóðaröryggisráðgjafi forsetans neyddist til að segja af sér í gærkvöldi vegna símtals sem hann átti við sendiherra Rússlands í Washington áður en Trump tók við embætti. Í fyrstu þrætti Flynn fyrir símtalið og gaf síðan varaforsetanum rangar upplýsingar um efni símtalsins. En stórblöðin vestra birtu upplýsingar sem sanna að hann ræddi um að slaka á refsiaðgerðum gegn Rússlandi sem Obama stjórnin setti eftir að upp komst um afskipti Rússa af kosningabaráttu Tump og Hillary Clinton. Í dag skipaði Trump svo Keith Kellogg fyrrverandi hershöfðingja til bráðabirgða í stöðu þjóðaröryggisráðgjafa.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira