Búumst við enn betri árangri hjá Ólafíu í Ástralíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2017 06:00 mynd/gsí Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur í kvöld keppni á sínu öðru LPGA-móti er hún keppir á ISPS Handa-mótinu í Adelaide í Ástralíu. Raunar verður hún ræst út á fimmtudagsmorgni að staðartíma en klukkan 20.41 að íslenskum tíma í kvöld. „Hún er svolítið þreytt og tekur því rólega fyrstu tvo dagana,“ sagði Derrick Moore, þjálfari hennar á Íslandi, en Ólafía Þórunn kom til Ástralíu í fyrradag. Þrjár vikur eru síðan hún keppti á sínu fyrsta móti á LPGA-mótaröðinni bandarísku, Pure Silk-mótinu á Bahamaeyjum, en þar komst hún örugglega í gegnum niðurskurðinn og hafnaði í 69. sæti eftir að hafa fatast flugið á þriðja keppnisdegi. Ólafía talaði um eftir mótið að hafa fundið fyrir þreytu enda var hún enn að jafna sig eftir kjálkaaðgerð og gat ekki æft af fullum krafti í aðdraganda mótsins. „Hún hefur styrkst mikið og vill helst ekki tala mikið um aðgerðina núna,“ sagði Derrick í léttum dúr. „Hún var ánægð með mótið á Bahama en fann vissulega fyrir þreytu á þriðja hring og missti aðeins einbeitinguna. En hún er orðin sterkari í dag.“ Ferðalagið hefur haft sitt að segja og ekki síst tímamismunurinn, sem er tíu og hálf klukkustund miðað við Ísland. „Þetta var langt ferðalag en hún verður fljót að jafna sig á því. Það hefur allt gengið vel í aðdraganda mótsins og við búumst við enn betri árangri núna en á Bahama,“ sagði Derrick enn fremur. Heildarverðlaunafé mótsins er 1,3 milljónir Bandaríkjadala eða jafnvirði 145 milljóna króna. Allir þeir sem komast í gegnum niðurskurðinn vinna sér inn verðlaunafé. Sýnt verður beint frá mótinu á Golfstöðinni en alþjóðleg útsending frá mótinu hefst ekki fyrr en klukkan 04.00 í nótt. Sýnt verður frá mótinu alla fjóra keppnisdagana. Golf Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur í kvöld keppni á sínu öðru LPGA-móti er hún keppir á ISPS Handa-mótinu í Adelaide í Ástralíu. Raunar verður hún ræst út á fimmtudagsmorgni að staðartíma en klukkan 20.41 að íslenskum tíma í kvöld. „Hún er svolítið þreytt og tekur því rólega fyrstu tvo dagana,“ sagði Derrick Moore, þjálfari hennar á Íslandi, en Ólafía Þórunn kom til Ástralíu í fyrradag. Þrjár vikur eru síðan hún keppti á sínu fyrsta móti á LPGA-mótaröðinni bandarísku, Pure Silk-mótinu á Bahamaeyjum, en þar komst hún örugglega í gegnum niðurskurðinn og hafnaði í 69. sæti eftir að hafa fatast flugið á þriðja keppnisdegi. Ólafía talaði um eftir mótið að hafa fundið fyrir þreytu enda var hún enn að jafna sig eftir kjálkaaðgerð og gat ekki æft af fullum krafti í aðdraganda mótsins. „Hún hefur styrkst mikið og vill helst ekki tala mikið um aðgerðina núna,“ sagði Derrick í léttum dúr. „Hún var ánægð með mótið á Bahama en fann vissulega fyrir þreytu á þriðja hring og missti aðeins einbeitinguna. En hún er orðin sterkari í dag.“ Ferðalagið hefur haft sitt að segja og ekki síst tímamismunurinn, sem er tíu og hálf klukkustund miðað við Ísland. „Þetta var langt ferðalag en hún verður fljót að jafna sig á því. Það hefur allt gengið vel í aðdraganda mótsins og við búumst við enn betri árangri núna en á Bahama,“ sagði Derrick enn fremur. Heildarverðlaunafé mótsins er 1,3 milljónir Bandaríkjadala eða jafnvirði 145 milljóna króna. Allir þeir sem komast í gegnum niðurskurðinn vinna sér inn verðlaunafé. Sýnt verður beint frá mótinu á Golfstöðinni en alþjóðleg útsending frá mótinu hefst ekki fyrr en klukkan 04.00 í nótt. Sýnt verður frá mótinu alla fjóra keppnisdagana.
Golf Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira