Innleiðum mun færri lyf en nágrannaþjóðir Sveinn Arnarsson skrifar 14. febrúar 2017 06:00 Þrefalt fleiri ný krabbameinslyf hafa verið tekin í notkun í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en á Íslandi frá árinu 2013. Ekkert svigrúm er sagt í fjárlögum til að taka upp ný lyf. vísir/pjetur Ekki verður neinu fjármagni varið til upptöku nýrra lyfja hér á landi í ár þar sem ekki er gert ráð fyrir því í fjárlögum. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala segir það bitna á sjúklingunum sjálfum.María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasvið LandspítalaGuðrún I. Gylfadóttir, formaður Lyfjagreiðslunefndar, segir ekkert svigrúm á þessu ári til að taka ný lyf í notkun. Hún hafi gert heilbrigðisráðherra grein fyrir þessari stöðu. Eins og staðan sé núna verði hins vegar þau lyf sem þegar er búið að samþykkja notuð. Þau nýju bíði enn um sinn. „Upptaka nýrra lyfja er kostnaðarsöm og öll vestræn ríki vinna nú að því að stemma stigu við kostnaði við upptöku nýrra lyfja. Við höfum tekið upp fjölda lyfja á síðustu árum. Nú er hins vegar ekki svigrúm til upptöku nýrra lyfja,“ segir Guðrún. „Lyfjagreiðslunefnd vinnur eftir mjög skýrum ramma og það er stjórnvalda að setja fjármagn til upptöku nýrra lyfja.“ María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, segir spítalann líta þetta sömu augum. „Að okkar mati mun þetta helst koma niður á sjúklingunum sjálfum,“ segir María. „Vissulega er bagalegt ef ný lyf verða ekki tekin upp hér á landi á þessu ári.“Óttarr Proppévísir/ernirSamkvæmt Frumtökum, samtökum frumlyfjaframleiðenda, hefur Ísland dregist aftur úr varðandi upptöku nýrra krabbameinslyfja frá árinu 2013. Af 25 nýjum lyfjum við illkynja krabbameinum hefur Ísland tekið átta í notkun. Noregur hefur hins vegar veitt leyfi fyrir 24 lyfjum, Danir og Svíar 22 og Finnar hafa tekið upp 17 þessara lyfja. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir stöðuna erfiða vegna alvarlegrar framúrkeyrslu á síðasta ári. Hún sé til skoðunar í ráðuneytinu um þessar mundir. „Það sem kom í ljós er að kostnaðurinn á árinu 2016 fór alvarlega fram úr áætlunum. Kostnaður af lyfjum er því miður vandamál og viðvarandi vandamál að upptaka nýrra lyfja verður dýrari og dýrari,“ segir heilbrigðisráðherra en bendir á að hægt sé að laga stöðuna. „Á síðasta ári var samþykkt að auka innspýtingu í málaflokkinn og við erum að skoða það núna.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Ekki verður neinu fjármagni varið til upptöku nýrra lyfja hér á landi í ár þar sem ekki er gert ráð fyrir því í fjárlögum. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala segir það bitna á sjúklingunum sjálfum.María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasvið LandspítalaGuðrún I. Gylfadóttir, formaður Lyfjagreiðslunefndar, segir ekkert svigrúm á þessu ári til að taka ný lyf í notkun. Hún hafi gert heilbrigðisráðherra grein fyrir þessari stöðu. Eins og staðan sé núna verði hins vegar þau lyf sem þegar er búið að samþykkja notuð. Þau nýju bíði enn um sinn. „Upptaka nýrra lyfja er kostnaðarsöm og öll vestræn ríki vinna nú að því að stemma stigu við kostnaði við upptöku nýrra lyfja. Við höfum tekið upp fjölda lyfja á síðustu árum. Nú er hins vegar ekki svigrúm til upptöku nýrra lyfja,“ segir Guðrún. „Lyfjagreiðslunefnd vinnur eftir mjög skýrum ramma og það er stjórnvalda að setja fjármagn til upptöku nýrra lyfja.“ María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, segir spítalann líta þetta sömu augum. „Að okkar mati mun þetta helst koma niður á sjúklingunum sjálfum,“ segir María. „Vissulega er bagalegt ef ný lyf verða ekki tekin upp hér á landi á þessu ári.“Óttarr Proppévísir/ernirSamkvæmt Frumtökum, samtökum frumlyfjaframleiðenda, hefur Ísland dregist aftur úr varðandi upptöku nýrra krabbameinslyfja frá árinu 2013. Af 25 nýjum lyfjum við illkynja krabbameinum hefur Ísland tekið átta í notkun. Noregur hefur hins vegar veitt leyfi fyrir 24 lyfjum, Danir og Svíar 22 og Finnar hafa tekið upp 17 þessara lyfja. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir stöðuna erfiða vegna alvarlegrar framúrkeyrslu á síðasta ári. Hún sé til skoðunar í ráðuneytinu um þessar mundir. „Það sem kom í ljós er að kostnaðurinn á árinu 2016 fór alvarlega fram úr áætlunum. Kostnaður af lyfjum er því miður vandamál og viðvarandi vandamál að upptaka nýrra lyfja verður dýrari og dýrari,“ segir heilbrigðisráðherra en bendir á að hægt sé að laga stöðuna. „Á síðasta ári var samþykkt að auka innspýtingu í málaflokkinn og við erum að skoða það núna.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent