Enski boltinn

Bilic líklega á leið í bann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bilic lætur Michael Oliver heyra það.
Bilic lætur Michael Oliver heyra það. vísir/getty
Slaven Bilic, knattspyrnustjóri West Ham United, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir framkomu sína í leiknum gegn West Brom á laugardaginn.

Bilic var afar ósáttur við dómgæsluna í leiknum og missti algjörlega stjórn á sér eftir að Gareth McAuley jafnaði metin fyrir West Brom í uppbótartíma.

Bilic tók upp hljóðnema og grýtti honum í jörðina og jós skömmum yfir Michael Oliver, dómara leiksins. Hann var í kjölfarið sendur upp í stúku.

Líklegt verður að teljast að Bilic fái hliðarlínubann og sekt fyrir þessa framkomu.

Hann hefur frest fram á fimmtudaginn til að svara kærunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×