Erlent

Að minnsta kosti þrettán látnir eftir ættbálkaerjur

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Konur af Fulani-ættbálkinum.
Konur af Fulani-ættbálkinum. vísir/epa
Að minnsta kosti þrettán manns liggja í valnum eftir harðar ættbálkaerjur í Malí. Erjur hafa ríkt milli ættbálkanna Fulani og Bambaras en hin blóðugu átök blossuðu upp um helgina.

Fréttastofa Reuters greinir frá því að tala látinna kunni að vera enn hærri, ef marka má yfirlýsingar réttindahóps Fulani-fólksins.

Fulani og Bambaras aðhafast á svipuðum slóðum og hefur sambúð ættbálkanna tveggja verið friðsamleg í áraraðir. Í seinni tíð hefur aukinn titringur í samskiptum ættbálkanna gert vart við sig og hafa íbúar svæðisins í kjölfarið margir hverjir brugðið á það ráð að flytjast á brott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×