Erlent

Minnst fjórir látnir í snjóflóði í frönsku ölpunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Tignes í Frakklandi.
Frá Tignes í Frakklandi. Vísir/AFP
Níu manns urðu fyrir snjóflóði nærri Tignes í frönsku ölpunum í dag. Minnst fjórir eru látnir, en fimm eru ófundnir. Fólkið var utan skíðasvæðisins í fylgd leiðsögumanns þegar 400 metra breitt snjóflóð féll. Svo virðist sem að snjóflóðið hafi orðið vegna annars skíðahóps sem var ofar í fjallinu.

Samkvæmt BBC hafa björgunaraðilar verið sendir á vettvang með þyrlum og leitarhunda til aðstoðar. Ekki eru miklar vonir bundnar við að nokkur muni finnast á lífi. Samkvæmt Guardian er talið að nokkrir af þeim sem lentu í flóðinu séu undir tuttugu ára aldri.

Þetta er versta slysið í Frakklandi á þessu skíðatímabili. Allt í allt hafa orðið þrettán slys á svæðinu á tímabilinu og þrír hafa látið lífið. Síðasta vetur urðu 45 slys og 21 lét lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×