Jarðskjálfti að stærð 3,6 mældist í Bárðarbungu laust fyrir klukkan tíu í morgun. Þetta kemur fram á heimasíðu Veðurstofu Íslands. Þar kemur einnig fram að fáeinir minni skjálftar hafi fylgt í kjölfarið.
Þetta er í annað skipti um helgina sem að jarðskjálfti mælist í Bárðarbungu en skjálfti að stærð 3,5 mældist í Bárðarbunguöskju í Vatnajökli aðfaranótt laugardags.

