Erlent

Frönsku forsetakosningarnar: Piketty verður ráðgjafi Hamon

atli ísleifsson skrifar
Thomas Piketty starfar sem prófessor við London School of Economics.
Thomas Piketty starfar sem prófessor við London School of Economics. Vísir/afp
Franski hagfræðingurinn Thomas Piketty hefur samþykkt að vera ráðgjafi Benoît Hamon, forsetaefni franskra sósíalista, fyrir forsetakosningarnar í Frakklandi sem fram fara í vor.

Þetta kom fram við opnun kosningaskrifstofu Hamon í miðborg Parísar í dag þar sem nafn Piketty var að finna á skipuriti, en hann mun ráðleggja Hamon þegar kemur að evrópskum efnahagsmálum.

Í frétt Aftonbladet kemur fram að frekari skýringar á hlutverki Piketty í kosningabaráttu Hamon hafi ekki fengist.

Thomas Piketty starfar sem prófessor við London School of Economics og er þekktastur fyrir að vera höfundur bókarinnar Capital in the Twenty-First Century.

Skoðanakannanir benda til að Hamon verði að láta sér fjórða sætið lynda í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna á eftir Repúblikananum Francois Fillon, Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar og miðjumanninum Emmanuel Macron.


Tengdar fréttir

Styttist í kosningar

Marine le Pen hefur tvisvar áður boðið sig fram til forseta Frakklands en aldrei verið sigurstranglegri en einmitt nú. Skoðanakannanir spá henni fjórðungi atkvæða og þar með fyrsta sæti í fyrri umferð forsetakosninganna, sem verður haldin 23. apríl, en það tryggir henni þátttöku í seinni umferðinni hálfum mánuði síðar, þann 7. maí, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×